Hag­sjá: Við­skipti með fast­eign­ir að fær­ast í fyrra horf

Eftirspurn fyrirtækja eftir íbúðum virðist hafa minnkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 4% á fyrri hluta ársins 2018.
13. ágúst 2018

Samantekt

Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí voru svipuð og í júní en eilítið meiri en í júlí í fyrra. Sé litið á fjölda viðskipta fyrstu 7 mánuði ársins í ár voru þau 2% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í lengra samhengi má sjá að fjöldi viðskipta á höfuðborgarsvæðinu minnkaði í fyrsta skipti í langan tíma á milli ára í fyrra. Viðskiptin á öllu árinu 2017 voru álíka mörg og á árinu 2015. Fækkunin hélt áfram fyrstu mánuði ársins 2018 en síðustu mánuðir hafa breytt þeirri mynd nokkuð. Mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta á fyrri árshelmingi í ár var því orðinn meiri nú en var að meðaltali á árinu 2017.

Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum virðist hafa minnkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 4% á fyrri hluta ársins 2018. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil fyrir miðsvæði Reykjavíkur. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-13% á árunum 2015-2017 en var komin niður í 6% á fyrri hluta þessa árs. Það virðist því sem ástandið á því svæði sé tekið að róast meira en annars staðar á svæðinu hvað viðskipti af þessu tagi áhrærir.

Þegar litið er á hver selur hverjum á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins kemur í ljós að samsetning viðskipta hefur verið nokkuð stöðug í gegnum árin. Bein viðskipti á milli einstaklinga eru langalgengustu viðskiptin og eru að jafnaði um þrír fjórðu hluti allra viðskipta. Sala fyrirtækja til einstaklinga eru næst algengustu viðskiptin, hafa verið tæplega 20% í gegnum árin og reyndar rúmlega 20% það sem af er þessu ári. Þessar tvær gerðir viðskipta eru jafnan um og yfir 90% viðskiptanna. Afgangurinn skiptist svo á milli þess sölu einstaklinga til fyrirtækja og sölu fyrirtækja til annarra fyrirtækja.

Í takt við aukinn fjölda viðskipta á fasteignamarkaði jukust allar tegundir viðskipta fram á árið 2015 . Þannig varð mikil aukning í beinum viðskiptum milli einstaklinga á miðju ári 2015. Frá þeim tíma hafa viðskipti af því tagi staðið nokkuð í stað. Þá má einnig sjá að jöfn aukning hefur orðið í sölu fyrirtækja til einstaklinga á tímabilinu, þar sem fyrst og fremst er um að ræða nýjar íbúðir.

Séu þessar tölur skoðaðar á vísitöluformi, með upphaf ársins 2011 sem grunnpunkt, má sjá að þróun fjölda beinna viðskipta milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga er nokkuð samhliða. Þróun á sölu einstaklinga til fyrirtækja er mun sveiflukenndari, enda um mun færri viðskipti að ræða. Það virðist því sem bein viðskipti milli einstaklinga og kaup einstaklinga beint af fyrirtækjum lúti nokkurn veginn sömu lögmálum og sveiflur í viðskiptum milli ársfjórðunga fara nokkuð vel saman.

Margt bendir til þess að framboð nýrra íbúða sé að aukast mikið. Mikið hefur verið um það rætt að framboð sé ekki nægilegt á þeim íbúðum sem mest eftirspurn er eftir, þ.e. minni og ódýrari íbúðum. Það verður því athyglisvert að fylgjast með því hvernig gengur að selja þetta aukna framboð og hvort möguleg sölutregða valdi lækkun á verði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Viðskipti með fasteignir að færast í fyrra horf (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur