Hag­sjá: Við­skipti með fast­eign­ir að fær­ast í fyrra horf

Eftirspurn fyrirtækja eftir íbúðum virðist hafa minnkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 4% á fyrri hluta ársins 2018.
13. ágúst 2018

Samantekt

Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí voru svipuð og í júní en eilítið meiri en í júlí í fyrra. Sé litið á fjölda viðskipta fyrstu 7 mánuði ársins í ár voru þau 2% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í lengra samhengi má sjá að fjöldi viðskipta á höfuðborgarsvæðinu minnkaði í fyrsta skipti í langan tíma á milli ára í fyrra. Viðskiptin á öllu árinu 2017 voru álíka mörg og á árinu 2015. Fækkunin hélt áfram fyrstu mánuði ársins 2018 en síðustu mánuðir hafa breytt þeirri mynd nokkuð. Mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta á fyrri árshelmingi í ár var því orðinn meiri nú en var að meðaltali á árinu 2017.

Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum virðist hafa minnkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 4% á fyrri hluta ársins 2018. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil fyrir miðsvæði Reykjavíkur. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-13% á árunum 2015-2017 en var komin niður í 6% á fyrri hluta þessa árs. Það virðist því sem ástandið á því svæði sé tekið að róast meira en annars staðar á svæðinu hvað viðskipti af þessu tagi áhrærir.

Þegar litið er á hver selur hverjum á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins kemur í ljós að samsetning viðskipta hefur verið nokkuð stöðug í gegnum árin. Bein viðskipti á milli einstaklinga eru langalgengustu viðskiptin og eru að jafnaði um þrír fjórðu hluti allra viðskipta. Sala fyrirtækja til einstaklinga eru næst algengustu viðskiptin, hafa verið tæplega 20% í gegnum árin og reyndar rúmlega 20% það sem af er þessu ári. Þessar tvær gerðir viðskipta eru jafnan um og yfir 90% viðskiptanna. Afgangurinn skiptist svo á milli þess sölu einstaklinga til fyrirtækja og sölu fyrirtækja til annarra fyrirtækja.

Í takt við aukinn fjölda viðskipta á fasteignamarkaði jukust allar tegundir viðskipta fram á árið 2015 . Þannig varð mikil aukning í beinum viðskiptum milli einstaklinga á miðju ári 2015. Frá þeim tíma hafa viðskipti af því tagi staðið nokkuð í stað. Þá má einnig sjá að jöfn aukning hefur orðið í sölu fyrirtækja til einstaklinga á tímabilinu, þar sem fyrst og fremst er um að ræða nýjar íbúðir.

Séu þessar tölur skoðaðar á vísitöluformi, með upphaf ársins 2011 sem grunnpunkt, má sjá að þróun fjölda beinna viðskipta milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga er nokkuð samhliða. Þróun á sölu einstaklinga til fyrirtækja er mun sveiflukenndari, enda um mun færri viðskipti að ræða. Það virðist því sem bein viðskipti milli einstaklinga og kaup einstaklinga beint af fyrirtækjum lúti nokkurn veginn sömu lögmálum og sveiflur í viðskiptum milli ársfjórðunga fara nokkuð vel saman.

Margt bendir til þess að framboð nýrra íbúða sé að aukast mikið. Mikið hefur verið um það rætt að framboð sé ekki nægilegt á þeim íbúðum sem mest eftirspurn er eftir, þ.e. minni og ódýrari íbúðum. Það verður því athyglisvert að fylgjast með því hvernig gengur að selja þetta aukna framboð og hvort möguleg sölutregða valdi lækkun á verði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Viðskipti með fasteignir að færast í fyrra horf (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur