Hag­sjá: Rík­is­reikn­ing­ur 2017 – mikl­ar breyt­ing­ar á fram­setn­ingu

Samkvæmt ríkisreikningi voru útgjöld ríkissjóðs til málefnasviða að frádregnum rekstrartekjum um 764 ma. kr. á árinu 2017. Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar var langstærsti útgjaldaliðurinn en af eiginlegum útgjaldasviðum fór mest til sjúkrahúsaþjónustu, um 74 ma. kr.
20. nóvember 2018

Samantekt

Fjársýsla ríkisins birti nýlega ríkisreikning fyrir árið 2017 og er hann nú í fyrsta sinn í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Lögin byggja meðal annars á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum fyrir opinbera aðila. Þá er árið 2017 fyrsta árið í langan tíma þar sem einskiptis- og óreglulegir liðir hafa ekki veruleg áhrif á rekstarniðurstöðu ríkissjóðs.

Fram til þessa hafa fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum verið gjaldfærðar að fullu við kaup. Mikilvægar eignir ríkisins eins og fasteignir, vegakerfið, flugvélar, skip og stærri tæki hafa til þessa ekki verið sýndar í efnahagsreikningi. Hér eftir munu slíkar fjárfestingar verða færðar í efnahagsreikning við kaup og eignirnar síðan afskrifaðar yfir áætlaðan líftíma þeirra. Hér eftir mun efnahagsreikningur ríkissjóðs því gefa mun betri heildarmynd af eignum ríkissjóðs. Samkvæmt ríkisreikningi námu heildareignir í árslok 2017 alls 2.157 ma. kr., skuldir 1.661 ma.kr og eigið fé 496 ma. kr.

Skuldastaða ríkissjóðs var orðin vel ásættanleg á árunum fyrir 2008, en á árunum þar á eftir jukust skuldir ríkisins mikið. Heildarskuldir ríkissjóðs eins og þær birtast í efnahagsreikningi voru um síðustu áramót um 1.661 ma. kr., og höfðu lækkað um 11,2% milli ára að nafnvirði.

Lækkun skulda kemur að mestu leyti til vegna lækkunar langtímaskulda um u.þ.b. 23% milli ára. Skammtímaskuldir jukust reyndar á árinu, en þar er um mun lægri upphæð að ræða. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar aukast um 1,3% sem er mun minna en árin á undan. Lífeyrisskuldbindingar hækkuðu um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 og um 17% árið þar á undan. Þessar hækkanir komu fyrst og fremst til vegna mikilla launahækkana á árunum 2015 og 2016. Vegna mikils hagvaxtar á síðustu árum hafa skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað verulega.

Samkvæmt ríkisreikningi var rekstrarafkoman á árinu 2017 jákvæð um 39 ma. kr. Útgjöld ríkisins hafa aukist nokkuð hratt á síðustu árum í takt við auknar tekjur og bætta stöðu ríkissjóðs. Það er jafnframt ólíklegt að álíka útgjaldavöxtur sé sjálfbær á næstu árum.

Útgjöld til málefnasviða að frádregnum rekstrartekjum voru um 764 ma. kr. á árinu 2017. Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar var langstærsti útgjaldaliðurinn en af eiginlegum útgjaldasviðum fór mest til sjúkrahúsaþjónustu, um 74 ma. kr. Næst stærsti útgjaldaliðurinn var málefni aldraðra, 67 ma. kr. Heilbrigðistengdu liðirnir; sjúkrahúsþjónusta, heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa og hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta, námu samtals um 156 mö.kr., eða um 20% af útgjöldum ríkissjóðs.

Eins og áður segir nam starfsmannakostnaður A-hluta ríkissjóðs 237 mö.kr. á árinu 2017. Meðalfjöldi starfsmanna á árinu var um 17.100. Það þýðir að heildarkostnaður pr. starfsmann á mánuði var að meðaltali um 1.150 þús. kr. Sé þessi kostnaður borinn saman við tvo banka í eigu ríkisins kemur í ljós að kostnaðurinn við hvern starfsmann Landsbankans er eilítið lægri en hjá A-hluta ríkissjóðs og kostnaður pr. starfsmann Íslandsbanka eilítið hærri. Munurinn er þó ekki mikill.

Þær breytingar sem gerðar hafa verið á uppgjöri ríkisins eru vafalaust til bóta. Þær auka yfirsýn og einfalda allan samanburð. Mikilvægt er að ljúka því starfi sem fyrst að hægt sé að bera afkomu ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi saman við niðurstöðu fjárlaga.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Ríkisreikningur 2017 – miklar breytingar á framsetningu (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur