Hag­sjá: Fjár­auka­lög 2019 - ágæt­ar horf­ur fyr­ir árið mið­að við það sem vænta mátti

Samkvæmt fjárlögum árisins 2019 var heildarjöfnuður ríkissjóðs 28,6 ma. kr. Um það leyti sem fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 var lagt fram var reiknað með að halli yrði á rekstri ríkissjóðs um 8,8 ma. kr. á árinu 2019. Þessar horfur um afkomu hafa nú verið endurmetnar og nú er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs verði lakari á árinu og verði neikvæð um 14,8 ma. kr.
12. nóvember 2019

Samantekt

Samkvæmt fjárlögum árisins 2019 var heildarjöfnuður ríkissjóðs 28,6 ma. kr. Afkomuhorfur ársins versnuðu töluvert í upphafi ársins í takt við neikvæð tíðindi í efnahagsmálum. Þar má nefna loðnubrest, áföll í flugrekstri og fækkun ferðamanna. Þetta varð til þess að gildandi fjármálastefna var endurskoðuð sl. vor sem aftur hafði áhrif á fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024.

Um það leyti sem fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 var lagt fram var reiknað með að halli yrði á rekstri ríkissjóðs um 8,8 ma. kr. á árinu 2019. Þessar horfur um afkomu hafa nú verið endurmetnar í ljósi nýrra upplýsinga, t.d. úr nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Nú er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs verði lakari á árinu og verði neikvæð um 14,8 ma. kr.

Breytingin frá fjárlögum ársins þar til nú er því úr 28,6 ma. kr. afgangi niður í 14,8 ma. kr. halla. Breytingin niður á við nemur rúmum 43 mö. kr. Breytingin á heildarjöfnuði fer úr +1% af landsframleiðslu niður í -0,5% af landsframleiðslu. Í fyrra var niðurstaða fjáraukalaga einnig neikvæð, þá upp á rúma 26 ma. kr., þannig að áhrif fjáraukalaganna á niðurstöðu ríkissjóðs eru enn töluverð þrátt fyrir að þau megi nota í færri tilefnum en áður var.

Sé miðað við stöðuna frá því í sumar er meginskýring lakari afkomu nú mun lægri tekjur en voru áætlaðar þá. Heildartekjur ársins 2019 eru nú áætlaðar 862,2 ma. kr., sem eru 29,6% af VLF. Lækkunin frá fjárlögum ársins 2019 nemur tæplega 30 mö. kr.

Þar af lækka skattar og tryggingagjöld um tæplega 22 ma. kr. frá fjárlögum. T.d. lækkar fjármagnstekjuskattur um 6,2 ma. kr. og tekjuskattur lögaðila um 5,5 ma. kr. Þrátt fyrir áföllin í efnahagslífinu er gert ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga verði 1,1 ma. kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Reiknað er með að virðisaukaskattur og aðrir óbeinir skattar lækki um 8,3 ma. kr. frá fjárlögum. Sú breyting helst í hendur við fækkun ferðamanna og minni vöxt einkaneyslu en reiknað var með. Hagstofan áætlar nú að einkaneysla hækki um 1,8% á árinu í stað 3,6% líkt og reiknað var með í upphafi ársins.

Tekjur af arði frá fyrirtækjum í eigu ríkisins lækka um 5,6 ma. kr., aðallega vegna þess að arðgreiðslur fjármálafyrirtækja verða 7,1 ma. kr. lægri en reiknað var með. Arður frá Landsvirkjun verður hins vegar 1,5 ma. kr. meiri.

Sé litið á útgjaldahliðina hækka framlög vegna vinnumála og atvinnuleysis um 7,6 ma. kr. vegna aukins atvinnuleysis og aukins kostnaðar Ábyrgðasjóðs launa. Framlög til málefna aldraðra hækka einnig um 5,4 ma. kr. vegna dóms um ólögmætra skerðingu ríkissjóðs. Framlag til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu er aukið um 2,5 ma. kr. sem lækkar rekstarvanda Landspítalans í 4 ma. kr. Áætlun um vaxtagjöld ríkissjóðs eru lækkuð um 1.000 m. kr. frá fjárlögum, aðallega vegna lægra vaxtastigs og verðbólgu.

Að teknu tilliti til lækkunar vaxtagjalda er áætlað að heildarútgjöld ríkissjóðs á þjóðhagsgrunni nemi um 877 mö. kr. á árinu og verði um 13,6 mö. kr. hærri en áætlun fjárlaga.

Stjórnvöld tóku strax ákvörðun um það sl. vetur að slaka á kröfum um afkomu ríkissjóðs á árinu. Í framhaldi af því var fjármálastefnu hins opinbera breytt og sama má segja um fjármálaáætlun. Í nýju áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að slökun í aðhaldi ríkisfjármála hafi átt þátt í því að það tókst að draga úr niðursveiflu í hagkerfinu og milda áhrif þeirra áfalla sem það varð fyrir sl. vetur. Það eru jákvæð orð í garð ríkissjóðs, en spurningin er hvort ekki þurfi að halda áfram á sömu braut hvað ríkisfjármálin og opinberar fjárfestingar á næsta ári varðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjáraukalög 2019 - ágætar horfur fyrir árið miðað við það sem vænta mátti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur