Hag­sjá: Fjár­auka­lög 2019 - ágæt­ar horf­ur fyr­ir árið mið­að við það sem vænta mátti

Samkvæmt fjárlögum árisins 2019 var heildarjöfnuður ríkissjóðs 28,6 ma. kr. Um það leyti sem fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 var lagt fram var reiknað með að halli yrði á rekstri ríkissjóðs um 8,8 ma. kr. á árinu 2019. Þessar horfur um afkomu hafa nú verið endurmetnar og nú er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs verði lakari á árinu og verði neikvæð um 14,8 ma. kr.
12. nóvember 2019

Samantekt

Samkvæmt fjárlögum árisins 2019 var heildarjöfnuður ríkissjóðs 28,6 ma. kr. Afkomuhorfur ársins versnuðu töluvert í upphafi ársins í takt við neikvæð tíðindi í efnahagsmálum. Þar má nefna loðnubrest, áföll í flugrekstri og fækkun ferðamanna. Þetta varð til þess að gildandi fjármálastefna var endurskoðuð sl. vor sem aftur hafði áhrif á fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024.

Um það leyti sem fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 var lagt fram var reiknað með að halli yrði á rekstri ríkissjóðs um 8,8 ma. kr. á árinu 2019. Þessar horfur um afkomu hafa nú verið endurmetnar í ljósi nýrra upplýsinga, t.d. úr nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Nú er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs verði lakari á árinu og verði neikvæð um 14,8 ma. kr.

Breytingin frá fjárlögum ársins þar til nú er því úr 28,6 ma. kr. afgangi niður í 14,8 ma. kr. halla. Breytingin niður á við nemur rúmum 43 mö. kr. Breytingin á heildarjöfnuði fer úr +1% af landsframleiðslu niður í -0,5% af landsframleiðslu. Í fyrra var niðurstaða fjáraukalaga einnig neikvæð, þá upp á rúma 26 ma. kr., þannig að áhrif fjáraukalaganna á niðurstöðu ríkissjóðs eru enn töluverð þrátt fyrir að þau megi nota í færri tilefnum en áður var.

Sé miðað við stöðuna frá því í sumar er meginskýring lakari afkomu nú mun lægri tekjur en voru áætlaðar þá. Heildartekjur ársins 2019 eru nú áætlaðar 862,2 ma. kr., sem eru 29,6% af VLF. Lækkunin frá fjárlögum ársins 2019 nemur tæplega 30 mö. kr.

Þar af lækka skattar og tryggingagjöld um tæplega 22 ma. kr. frá fjárlögum. T.d. lækkar fjármagnstekjuskattur um 6,2 ma. kr. og tekjuskattur lögaðila um 5,5 ma. kr. Þrátt fyrir áföllin í efnahagslífinu er gert ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga verði 1,1 ma. kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Reiknað er með að virðisaukaskattur og aðrir óbeinir skattar lækki um 8,3 ma. kr. frá fjárlögum. Sú breyting helst í hendur við fækkun ferðamanna og minni vöxt einkaneyslu en reiknað var með. Hagstofan áætlar nú að einkaneysla hækki um 1,8% á árinu í stað 3,6% líkt og reiknað var með í upphafi ársins.

Tekjur af arði frá fyrirtækjum í eigu ríkisins lækka um 5,6 ma. kr., aðallega vegna þess að arðgreiðslur fjármálafyrirtækja verða 7,1 ma. kr. lægri en reiknað var með. Arður frá Landsvirkjun verður hins vegar 1,5 ma. kr. meiri.

Sé litið á útgjaldahliðina hækka framlög vegna vinnumála og atvinnuleysis um 7,6 ma. kr. vegna aukins atvinnuleysis og aukins kostnaðar Ábyrgðasjóðs launa. Framlög til málefna aldraðra hækka einnig um 5,4 ma. kr. vegna dóms um ólögmætra skerðingu ríkissjóðs. Framlag til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu er aukið um 2,5 ma. kr. sem lækkar rekstarvanda Landspítalans í 4 ma. kr. Áætlun um vaxtagjöld ríkissjóðs eru lækkuð um 1.000 m. kr. frá fjárlögum, aðallega vegna lægra vaxtastigs og verðbólgu.

Að teknu tilliti til lækkunar vaxtagjalda er áætlað að heildarútgjöld ríkissjóðs á þjóðhagsgrunni nemi um 877 mö. kr. á árinu og verði um 13,6 mö. kr. hærri en áætlun fjárlaga.

Stjórnvöld tóku strax ákvörðun um það sl. vetur að slaka á kröfum um afkomu ríkissjóðs á árinu. Í framhaldi af því var fjármálastefnu hins opinbera breytt og sama má segja um fjármálaáætlun. Í nýju áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að slökun í aðhaldi ríkisfjármála hafi átt þátt í því að það tókst að draga úr niðursveiflu í hagkerfinu og milda áhrif þeirra áfalla sem það varð fyrir sl. vetur. Það eru jákvæð orð í garð ríkissjóðs, en spurningin er hvort ekki þurfi að halda áfram á sömu braut hvað ríkisfjármálin og opinberar fjárfestingar á næsta ári varðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjáraukalög 2019 - ágætar horfur fyrir árið miðað við það sem vænta mátti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Flugvöllur, Leifsstöð
14. ágúst 2023
Vikubyrjun 14. ágúst 2023
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur