Auk­inn þjón­ustu­út­flutn­ing­ur skýrist all­ur af vexti ferða­þjón­ustu

Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. september 2023

Brottfarir erlendra ferðamanna voru um 282 þúsund í ágúst, aðeins undir fjöldanum á metárinu 2018 en svipaður fjöldi og árið 2017. Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar frá því í apríl gerðum við ráð fyrir 2,1 milljón ferðamönnum, en miðað við þróun síðustu mánuði stefnir í að ferðamenn verði í kringum 2,2 milljónir.

Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21% á að raunvirði. Ferðaþjónustan var enn að komast á skrið eftir faraldurinn á fyrri hluta árs 2022. Árið í ár byrjaði af krafti og ferðamenn í byrjun árs því töluvert fleiri en í fyrra. Það skýrir þennan mikla vöxt í þjónustuútflutningi á fyrstu tveimur fjórðungum ársins, eða 21% aukningu á föstu verðlagi, þar sem annar þjónustuútflutningur stóð nánast í stað yfir sama tímabili.

Erlend kortavelta yfir sumarmánuðina aldrei meiri

Kortavelta ferðamanna yfir sumarmánuðina, skoðuð á föstu gengi, eykst um 13,5% milli ára og hefur aldrei verið meiri. Þrátt fyrir að ferðamenn yfir sumarið hafi verið færri en á metárinu 2018.

Utanlandsferðir Íslendinga færri

Utanlandsferðir Íslendinga í ágúst voru 45 þúsund og eru nokkuð færri en í ágúst í fyrra þegar brottfarir voru 49 þúsund, og einnig færri en árin 2017-2019. Eitthvað hefur því dregið úr utanlandsferðum Íslendinga. Það er einnig í takt við þróun í kortaveltu Íslendinga sem dregist hefur saman síðustu mánuði, og mun hægari vöxt einkaneyslu á öðrum fjórðungi þessa árs en fjórðungana á undan.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
4. des. 2023
Afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi - líklega afgangur á árinu í heild
Afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi mældist 62 ma. kr. Myndalegur þjónustujöfnuður bætti upp fyrir aukinn halla á vöruskiptajöfnuði á fjórðungnum, en auk þess var afgangur af þáttatekjujöfnuði. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins mælist 42 ma. kr. afgangur og ólíklegt er að svo mikill halli mælist á lokafjórðungi ársins. Þetta er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar halli hefur mælst á viðskiptajöfnuði.
4. des. 2023
Vikubyrjun 4. desember 2023
Á síðustu mánuðum hefur dregið verulega úr vexti hagkerfisins. Hagvöxtur mældist aðeins 1,1% á þriðja ársfjórðungi og bæði einkaneysla og fjárfesting drógust saman milli ára.
Lyftari í vöruhúsi
30. nóv. 2023
Hagkerfið stefnir í átt að jafnvægi
Hagvöxtur mældist 1,1% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Verulega hægði á hagkerfinu á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar var hagvöxtur 7,0% á fyrsta ársfjórðungi og 4,7% á öðrum. Hátt vaxtastig segir til sín víðar en áður og áhrifin sjást skýrt á samdrætti í einkaneyslu og fjárfestingu. 
Íbúðir
29. nóv. 2023
Húsnæðisverð lyftir verðbólgu aftur í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% milli mánaða í nóvember og við það hækkaði ársverðbólga úr 7,9% í 8,0%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir en kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði umfram spá okkar. Verð á flugfargjöldum lækkaði meira en við spáðum.
Íbúðahús
27. nóv. 2023
Vikubyrjun 27. nóvember 2023
Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Gata í Reykjavík
24. nóv. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar enn og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Seðlabanki
20. nóv. 2023
Vikubyrjun 20. nóvember 2023
Í nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila, sem fór fram fyrir um tveimur vikum, töldu fleiri svarendur að taumhald peningastefnu væri of þétt en of laust. Þetta er viðsnúningur frá því sem verið hefur, en allt frá janúar árið 2020 hafa fleiri talið taumhaldið of laust.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2023
Spáum óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Við teljum að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og vegi þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar.
Íbúðahús
16. nóv. 2023
Spáum 8,0% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% milli mánaða í nóvember og að ársverðbólga aukist úr 7,9% í 8,0%. Þeir liðir sem vega þyngst til hækkunar á vísitölunni eru reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykkjarvöru, en flugfargjöld til útlanda vega þyngst til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga aukist svo lítillega í desember, í 8,1%, en hjaðni eftir áramót og verði 7,3% í janúar og 6,7% í febrúar.
Veitingastaður
14. nóv. 2023
Laun hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum
Laun hafa hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum á síðustu árum og mest meðal verka- og þjónustufólks. Frá því rétt áður en lífskjarasamningarnir voru samþykktir árið 2019 hafa laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkað um að meðaltali 48,5% og verkafólks um 48,2%. Laun stjórnenda hafa á sama tímabili hækkað um 27,4% og laun sérfræðinga um 33,4%. Kaupmáttur hefur aukist um að meðaltali 10% á tímabilinu, en þróunin er ólík eftir hópum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur