Við leysum úr málunum í síma og á netinu

Öllum útibúum Landsbankans hefur verið lokað tímabundið vegna hertra samkomutakmarkana stjórnvalda sem gilda frá og með 31. október. Við hvetjum viðskiptavini til að nota Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana eins og hægt er en þannig má leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt.
Lokunin nær einnig til fyrirtækjaþjónustu Landsbankans og Bíla- og tækjafjármögnunar.
Þótt útibúin séu lokuð erum við áfram til staðar til að leysa úr málunum. Þú getur haft samband við okkur í síma 410 4000, spjallað við okkur á netspjallinu eða sent okkur tölvupóst með erindinu. Ef þig vantar ráðgjöf getur þú pantað símtal frá ráðgjafa á landsbankinn.is. Við hringjum síðan í þig á þeim tíma sem þú pantar. Vakin er athygli á að símtöl bankans geta verið hljóðrituð.
- Hægt er að annast flest bankaviðskipti í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans.
- Þjónustuverið er opið alla virka daga frá klukkan 9-16.
- Netspjallið er opið alla virka daga frá klukkan 9-17.
- Til að panta símtal frá ráðgjafa getur þú fyllt út pöntunarform á landsbankinn.is eða haft samband við Þjónustuverið.
- Hægt er að hafa samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000, með því að senda póst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða í netspjallinu á vef bankans.
- Við hvetjum viðskiptavini sem þurfa aðstoð eða eru óvanir að nýta sér rafrænar lausnir til að hafa samband við Þjónustuverið í síma 410 4000.
- Hægt er að hafa samband við Þjónustuver fyrirtækja með því að hringja í 410 5000 eða senda tölvupóst í fyrirtaeki@landsbankinn.is.
- Hraðbankar Landsbankans eru flestir aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í Landsbankaappinu. Í hraðbönkum er m.a. hægt að taka út og leggja inn reiðufé og greiða reikninga.
Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu
Polski









