Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Dag­skrá Lands­bank­ans, Hörpu og Hafn­ar­torgs á Menn­ing­arnótt

18. ágúst 2025

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.

Kl. 12.00

Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn

Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.

Skráning í göngu

Kl. 13.00-13.30

Lúðrasveitir marsera

Félagar í Lúðrasveit verkalýðsins marsera frá Hafnartorgi í gegnum Reykjastræti og á Hörputorg.

Kl. 13.00

Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn

Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.

Skráning í göngu

Kl. 13.00-17.00

Bátasmiðja Memmm á Hörputorgi

Memmm kemur sér fyrir á Hörputorgi á Menningarnótt og býður börnum, fjölskyldum og einstaklingum að smíða sér báta og skip úr ýmsum efnivið. Í Memmmþorpinu góða er líka hægt að ganga á stultum, blása sápukúlur, sulla í vatni og mála sig í framan. Nýjum bátum og skipum er svo hægt að fleyta á tjörnunum fyrir framan Hörpu og Landsbankann.

Memmm Bátasmiðja

Kl. 13.00-17.00

Brumm brumm á Hörputorgi

Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí, staðsett í gömlum húsbíl sem ferðast á milli staða til að sýna gestum og gangandi prentlistina sem lifandi uppákomu.

Brumm Brumm

Kl. 13.00-14.30

Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi

Hinn árlegi leðjuslagur lúðrasveita fer fram á Menningarnótt. Mútur, svik, svindl, frændhygli og prettir eru það sem gildir í þessari keppni. Þátt taka Lúðrasveitin Svanurinn, Lúðrasveit verkalýðsins og Brassband Reykjavíkur.

Lúðrasveitabardaginn 

Kl. 14.00

Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn

Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.

Skráning í göngu

Kl. 14.45-15.15

BMX BRÓS á Hörputorgi

Þremenningarnir í BMX BRÓS sýna glæsileg og gæsahúðarvekjandi áhættuatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Glæfraskapur og gríðarleg fimi, húmor og gleði, stuð og stemning, hlátur og heilbrigði blandast á einstakan hátt saman í þessari frábæru sýningu sem er fyrir alla fjölskylduna. 

BMX BRÓS 

Kl. 15.30-15.45

Sveifluball með Hnokkum

Gleðisveitin Hnokkar ásamt Lindydönsurum. 

Kl. 15.45-16.15

BMX BRÓS á Hörputorgi

Þremenningarnir í BMX BRÓS sýna glæsileg og gæsahúðarvekjandi áhættuatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. (Sjá nánar hér fyrir ofan.)

BMX BRÓS 

Kl. 16.20-17.00

Dansað á Hörpuhjúp 

Dansarinn og sirkuslistakonan Heidi Miikki flytur verk sitt HOPE eða Von utan á glerhjúp Hörpu. Verkið hverfist um frelsi, drauma og þrána eftir bjartri framtíð, innblásið af sterkum konum og ninja-bardagalist. Glæsilegt og tilkomumikið, berskjaldandi og viðkvæmt verk.

Dansað á Hörpuhjúp 

Kl. 17.15-17.35

Hiphop á Hörputorgi

Dansarar frá Dansi Brynju Péturs bjóða upp á magnað götudansatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Missið ekki af sprúðlandi orku, geggjaðri gleði, frábærum dönsurum og mergjaðri tónlist. Dansskólinn Dans Brynju Péturs hefur verið starfræktur frá árinu 2012 en þar er boðið upp á metnaðarfullt nám í götudansi fyrir börn og ungmenni.

Hiphop

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði á Hörputorgi á Menningarnótt!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.