Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Dag­skrá Lands­bank­ans, Hörpu og Hafn­ar­torgs á Menn­ing­arnótt

18. ágúst 2025

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.

Kl. 12.00

Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn

Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.

Skráning í göngu

Kl. 13.00-13.30

Lúðrasveitir marsera

Félagar í Lúðrasveit verkalýðsins marsera frá Hafnartorgi í gegnum Reykjastræti og á Hörputorg.

Kl. 13.00

Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn

Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.

Skráning í göngu

Kl. 13.00-17.00

Bátasmiðja Memmm á Hörputorgi

Memmm kemur sér fyrir á Hörputorgi á Menningarnótt og býður börnum, fjölskyldum og einstaklingum að smíða sér báta og skip úr ýmsum efnivið. Í Memmmþorpinu góða er líka hægt að ganga á stultum, blása sápukúlur, sulla í vatni og mála sig í framan. Nýjum bátum og skipum er svo hægt að fleyta á tjörnunum fyrir framan Hörpu og Landsbankann.

Memmm Bátasmiðja

Kl. 13.00-17.00

Brumm brumm á Hörputorgi

Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí, staðsett í gömlum húsbíl sem ferðast á milli staða til að sýna gestum og gangandi prentlistina sem lifandi uppákomu.

Brumm Brumm

Kl. 13.00-14.30

Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi

Hinn árlegi leðjuslagur lúðrasveita fer fram á Menningarnótt. Mútur, svik, svindl, frændhygli og prettir eru það sem gildir í þessari keppni. Þátt taka Lúðrasveitin Svanurinn, Lúðrasveit verkalýðsins og Brassband Reykjavíkur.

Lúðrasveitabardaginn 

Kl. 14.00

Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn

Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.

Skráning í göngu

Kl. 14.45-15.15

BMX BRÓS á Hörputorgi

Þremenningarnir í BMX BRÓS sýna glæsileg og gæsahúðarvekjandi áhættuatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Glæfraskapur og gríðarleg fimi, húmor og gleði, stuð og stemning, hlátur og heilbrigði blandast á einstakan hátt saman í þessari frábæru sýningu sem er fyrir alla fjölskylduna. 

BMX BRÓS 

Kl. 15.30-15.45

Sveifluball með Hnokkum

Gleðisveitin Hnokkar ásamt Lindydönsurum. 

Kl. 15.45-16.15

BMX BRÓS á Hörputorgi

Þremenningarnir í BMX BRÓS sýna glæsileg og gæsahúðarvekjandi áhættuatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. (Sjá nánar hér fyrir ofan.)

BMX BRÓS 

Kl. 16.20-17.00

Dansað á Hörpuhjúp 

Dansarinn og sirkuslistakonan Heidi Miikki flytur verk sitt HOPE eða Von utan á glerhjúp Hörpu. Verkið hverfist um frelsi, drauma og þrána eftir bjartri framtíð, innblásið af sterkum konum og ninja-bardagalist. Glæsilegt og tilkomumikið, berskjaldandi og viðkvæmt verk.

Dansað á Hörpuhjúp 

Kl. 17.15-17.35

Hiphop á Hörputorgi

Dansarar frá Dansi Brynju Péturs bjóða upp á magnað götudansatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Missið ekki af sprúðlandi orku, geggjaðri gleði, frábærum dönsurum og mergjaðri tónlist. Dansskólinn Dans Brynju Péturs hefur verið starfræktur frá árinu 2012 en þar er boðið upp á metnaðarfullt nám í götudansi fyrir börn og ungmenni.

Hiphop

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði á Hörputorgi á Menningarnótt!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.