Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Kl. 12.00
Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn
Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.
Kl. 13.00-13.30
Lúðrasveitir marsera
Félagar í Lúðrasveit verkalýðsins marsera frá Hafnartorgi í gegnum Reykjastræti og á Hörputorg.
Kl. 13.00
Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn
Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.
Kl. 13.00-17.00
Bátasmiðja Memmm á Hörputorgi
Memmm kemur sér fyrir á Hörputorgi á Menningarnótt og býður börnum, fjölskyldum og einstaklingum að smíða sér báta og skip úr ýmsum efnivið. Í Memmmþorpinu góða er líka hægt að ganga á stultum, blása sápukúlur, sulla í vatni og mála sig í framan. Nýjum bátum og skipum er svo hægt að fleyta á tjörnunum fyrir framan Hörpu og Landsbankann.
Kl. 13.00-17.00
Brumm brumm á Hörputorgi
Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí, staðsett í gömlum húsbíl sem ferðast á milli staða til að sýna gestum og gangandi prentlistina sem lifandi uppákomu.
Kl. 13.00-14.30
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi
Hinn árlegi leðjuslagur lúðrasveita fer fram á Menningarnótt. Mútur, svik, svindl, frændhygli og prettir eru það sem gildir í þessari keppni. Þátt taka Lúðrasveitin Svanurinn, Lúðrasveit verkalýðsins og Brassband Reykjavíkur.
Kl. 14.00
Listakonur í Landsbankanum – leiðsögn
Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um nýja myndlistarsýningu, Listakonur í Landsbankanum, kl. 12, 13 og 14. Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg.
Kl. 14.45-15.15
BMX BRÓS á Hörputorgi
Þremenningarnir í BMX BRÓS sýna glæsileg og gæsahúðarvekjandi áhættuatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Glæfraskapur og gríðarleg fimi, húmor og gleði, stuð og stemning, hlátur og heilbrigði blandast á einstakan hátt saman í þessari frábæru sýningu sem er fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 15.30-15.45
Sveifluball með Hnokkum
Gleðisveitin Hnokkar ásamt Lindydönsurum.
Kl. 15.45-16.15
BMX BRÓS á Hörputorgi
Þremenningarnir í BMX BRÓS sýna glæsileg og gæsahúðarvekjandi áhættuatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. (Sjá nánar hér fyrir ofan.)
Kl. 16.20-17.00
Dansað á Hörpuhjúp
Dansarinn og sirkuslistakonan Heidi Miikki flytur verk sitt HOPE eða Von utan á glerhjúp Hörpu. Verkið hverfist um frelsi, drauma og þrána eftir bjartri framtíð, innblásið af sterkum konum og ninja-bardagalist. Glæsilegt og tilkomumikið, berskjaldandi og viðkvæmt verk.
Kl. 17.15-17.35
Hiphop á Hörputorgi
Dansarar frá Dansi Brynju Péturs bjóða upp á magnað götudansatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Missið ekki af sprúðlandi orku, geggjaðri gleði, frábærum dönsurum og mergjaðri tónlist. Dansskólinn Dans Brynju Péturs hefur verið starfræktur frá árinu 2012 en þar er boðið upp á metnaðarfullt nám í götudansi fyrir börn og ungmenni.
Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði á Hörputorgi á Menningarnótt!









