Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lista­kon­ur í Lands­bank­an­um: Leið­sögn á Menn­ing­arnótt um nýja sýn­ingu

Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025

Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.

Í listasafni Landsbankans eru fjölmörg listaverk sem teljast til þjóðargersema og mörg þeirra eru eftir konur. Við val á verkum á sýninguna var reynt að endurspegla þróun listarinnar á Íslandi á 20. öld og sýna verk kvenna sem allar hafa markað spor í íslenska listasögu, hver með sínum hætti. Um er að ræða málverk, textílverk, grafíkverk og leirverk eftir 24 listakonur. Sýningarstjóri er Sigrún Hrólfsdóttir, myndlistarkona.

Leiðsögn um sýningu kl. 12.00, 13.00 eða 14.00

Sýningin verður opnuð kl. 12.00 á Menningarnótt 23. ágúst 2025. Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 12, 13 og 14.

Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Sýningin er á jarðhæð Landsbankans í Reykjastræti 6 sem er opin alla virka daga milli kl. 9-17. Sýningin mun standa út árið 2025.

Skráning í göngu

Listakonur á listaverkavefnum

Listaverkavefur Landsbankans opnaði á Menningarnótt 2024 og hefur notið töluverðra vinsælda. Á Menningarnótt 2025 munum við opna nýjan hluta vefsins þar sem birtar eru myndir af um 90 verkum úr listasafni bankans sem eru eftir konur.

Listi yfir konur sem eiga verk á sýningunni

  • Arngunnur Ýr
  • Ásgerður Búadóttir
  • Barbara Árnason
  • Björg Þorsteinsdóttir
  • Brynhildur Þorgeirsdóttir
  • Edda Jónsdóttir
  • Guðmunda Andrésdóttir
  • Guðrún Einarsdóttir
  • Hlaðgerður Íris Björnsdóttir
  • Hulda Vilhjálmsdóttir
  • Júlíana Sveinsdóttir
  • Karen Agnete Þórarinsson
  • Karólína Lárusdóttir
  • Kogga
  • Kolbrún S. Kjarval
  • Kristín Jónsdóttir
  • Louisa Matthíasdóttir
  • Nína Sæmundsson
  • Nína Tryggvadóttir
  • Ragnheiður Jónsdóttir
  • Róska
  • Rúna - Sigrún Guðjónsdóttir
  • Tove Ólafsson
  • Þorbjörg Höskuldsdóttir
Þú gætir einnig haft áhuga á
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.