Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.
Hlutverk einingarinnar er að innleiða tryggingar í vöru- og þjónustuframboð bankans til einstaklinga og fyrirtækja.
Þórunn Inga býr yfir 20 ára reynslu af stjórnunarstörfum, rekstri, sölu, þjónustu og markaðsmálum. Hún var síðast framkvæmdastjóri sölu og trygginga hjá Verði, en áður sinnti hún starfi forstöðumanns markaðs- og samskiptasviðs Samskipa, framkvæmdastjóra íþróttasviðs hjá Altis og vörumerkjastjóra Nike hjá Icepharma.
Hún hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga og kennir markaðsfræði í leiðtogamiðuðu MBA-námi („executive MBA“) við Háskóla Íslands. Þórunn Inga er viðskiptafræðingur og með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.









