Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrri helm­ing árs­ins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 saman­borið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á árs­grundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.
25. júlí 2019 - Landsbankinn

Hreinar vaxtatekjur voru 20,5 milljarðar króna og hækkuðu um 5% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 4,1 milljarði króna samanborið við 3,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Virðisrýrnun útlána nam 2,4 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 1,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Vanskilahlutfall var 0,9% á fyrri helmingi ársins 2019 samanborið við 0,6% á sama tímabili 2018.

Rekstrartekjur bankans á fyrri helmingi ársins námu 27,9 milljörðum króna samanborið við 29,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 5,7 milljörðum króna samanborið við 3,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,4% á fyrri helmingi ársins 2019 en var 2,7% á sama tímabili  í fyrra.

Rekstrarkostnaður bankans nam 12,2 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2019 og stendur hann í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 7,4 milljarðar króna samanborið við 7,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2018. Annar rekstrarkostnaður var 4,9 milljarðar króna samanborið við 4,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Kostnaðarhlutfall á fyrri helmingi ársins 2019 var 40,4%, samanborið við 44,5% á sama tímabili árið 2018.

Útlán jukust um 6,2% frá áramótum, eða um 66 milljarða króna, bæði til einstakling­a og fyrirtækja. Innlán hjá Landsbankanum jukust um tæplega 5 milljarða frá áramótum.

Eigið fé Landsbankans var 240,6 milljarðar króna þann 30. júní sl. og eiginfjárhlutfallið var 23,7%.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2019

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri hluta ársins er gott. Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi. Aðhald í rekstri bankans á stóran þátt í að rekstrarkostnaður bankans stendur í stað á milli tímabila. Einnig hefur skilvirkni aukist með hagnýtingu á stafrænni tækni og nýjungar í þjónustu hafa fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum. Kostnaðarhlutfall bankans á fyrri helmingi ársins var rúmlega 40% sem er lægra en á sama tíma í fyrra og lægra en markmið bankans.

Það er góður taktur í starfseminni og okkur er það mikið kappsmál að bjóða góða og samkeppnishæfa þjónustu. Landsbankinn var fyrstur íslenskra banka að bjóða öllum farsímanotendum upp á greiðslu í gegnum síma. Við vorum einnig fyrsti bankinn til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn sem er mikilvægt skref í átt að opnu bankakerfi.

Það eru óneitanlega ákveðin vonbrigði að matsfyrirtækið S&P Global Ratings meti horfur nú neikvæðar en að vissu leyti skiljanlegt í því efnahags- og samkeppnisumhverfi sem nú ríkir og S&P vísar til. Á hinn bóginn verður að líta til þess að bæði S&P og Euromoney líta svo á að Landsbankinn hafi náð bestum rekstrarárangri banka á Íslandi að undanförnu.“

Helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi (2F) 2019

Rekstur:

  • Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi (2F) 2019 nam 4,3 milljörðum króna, samanborið við 3,5 milljarða króna hagnað á sama fjórðungi 2018.
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 7,1%, samanborið við 6,1% fyrir sama tímabil árið 2018.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 10,2 milljörðum króna, samanborið við 9,8 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2018.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 1,4 milljarða króna á 2F 2019, samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 703 milljónir á sama ársfjórðungi 2018.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,1 milljarði króna en þær voru 2,2 milljarðar króna á 2F 2018.
  • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,3% samanborið við 2,7% á 2F 2018.
  • Laun og launatengd gjöld námu 3,7 milljörðum króna samanborið við 3,9 milljarða króna á 2F 2018 sem er lækkun um 5%.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum hækkar um 2% frá sama tímabili árið áður.
  • Kostnaðarhlutfall á öðrum ársfjórðungi 2019 var 42,3%, samanborið við 53,6% á sama tíma árið áður.
  • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. júní 2019 voru 903 en voru 955 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

  • Eigið fé Landsbankans nam í lok júní 240,6 milljörðum króna og hefur hækkað um 0,4% frá áramótum.
  • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) þann 30. júní 2019 var 23,7% en var 24,1% í lok júní 2018. Það er vel umfram 21% lágmarkseiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins.
  • Heildareignir bankans námu 1.403 milljörðum króna í lok júní 2019.
  • Innlán viðskiptavina námu 697,9 milljörðum króna í lok júní 2019 samanborið við 693 milljarða króna í lok árs 2018.
  • Útlán jukust um 6,2% á fyrri helmingi ársins, eða um 66 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 40 milljarða króna og útlán til einstaklinga jukust um 26 milljarða króna.
  • Í maí gaf Landsbankinn út skuldabréf með breytilegum vöxtum til átján mánaða að fjárhæð 300 milljónir norskra króna og 600 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 83 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum og 85 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu bankans í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 174% í lok júní 2019.
  • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila námu 0,9% í lok júní 2019, samanborið við 0,8% í lok árs 2018.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  1H 2019 1H 2018 2F 2019 2F 2018
Hagnaður eftir skatta
11.113
11.613
4.329
3.511
Arðsemi eigin fjár eftir skatta
9,1%
9,9%
7,1%
6,1%
Vaxtamunur eigna og skulda *
2,4%
2,7%
2,3%
2,7%
Kostnaðarhlutfall **
40,4%
44,5%
42,3%
53,6%

  30.06 2019 30.06 2018 31.12 2018 31.12 2017
Heildareignir
1.402.835
1.249.853
1.326.041
1.192.870
Útlán til viðskiptavina
1.130.915
989.481
1.064.532
925.636
Innlán frá viðskiptavinum
697.898
654.689
693.043
605.158
Eigið fé
240.612
232.113
239.610
246.057
Eiginfjárhlutfall alls
23,7%
24,1%
24,9%
26,7%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta
164%
165%
166%
179%
Heildar lausafjárþekja
174%
164%
158%
157%
Lausafjárþekja erlendra mynta
555%
743%
534%
931%
Vanskilahlutfall (>90 daga)
0,9%
0,6%
0,8%
0,9%
Stöðugildi
903
955
919
997

* Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur/meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld/meðalstaða heildarskulda).

** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Aðrir þættir í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2019

  • Í Gallup-könnun mældist markaðshlutdeild Landsbankans á einstaklingsmarkaði 37,1% á fyrri hluta ársins en bankinn hefur verið með mestu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði frá árinu 2014. Markaðshlutdeild bankans á fyrirtækjamarkaði mældist 31,9%, samkvæmt könnun Gallup. Hlutdeild Landsbankans í útlánum til fyrirtækja er um 40%.
  • Landsbankaappið var valið app ársins þegar íslensku vefverðlaunin voru afhent í febrúar.
  • Ýmsar nýjungar voru kynntar í Landsbankaappinu og netbönkum á fyrri hluta ársins. Ein þeirra var stofnun kreditkorta í sjálfsafgreiðslu en kort sem stofnað er í sjálfsafgreiðslu er samstundis tilbúið til notkunar í Apple Pay, kortaappi Landsbankans og á netinu, þótt kortið sjálft hafi ekki borist notanda. Þá var nýtt yfirlit sem sýnir hversu háa heimild viðskiptavinir hafa til lántöku í sjálfsafgreiðslu gert aðgengilegt í Landsbankaappinu, svo annað dæmi sé nefnt. Landsbankinn mun halda áfram að þróa stafrænar lausnir í takti við þarfir viðskiptavina.
  • Notkun viðskiptavina á stafrænum lausnum heldur áfram að aukast hratt. Erlendar greiðslur eru nú í um 90% tilvika framkvæmdar í sjálfsafgreiðslu. Hið sama má segja um 75% af greiðslumötum og um 90% breytinga á kreditkorta- og yfirdráttarheimildum, svo nokkur dæmi séu nefnd.
  • Landsbankinn hlaut í apríl jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi bankans samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
  • Á aðalfundi bankans í apríl 2019 var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2018 að fjárhæð 9.922 milljónir króna, sem samsvarar 0,42 krónu á hlut. Arðinn skyldi greiða í tveimur jafnháum greiðslum, annars vegar 10. apríl 2019 og hins vegar 2. október 2019. Fyrri arðgreiðslan var innt af hendi til hluthafa í apríl sl. í samræmi við ákvörðun fundarins.
  • Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti endurnýjaði í apríl viðurkenningu Landsbankans sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Það eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem standa að viðurkenningunni.
  • Landsbankinn samdi í apríl við Vörð um kortatryggingar fyrir korthafa Landsbankans til næstu fimm ára.
  • Frá og með 8. maí sl. hafa korthafar Landsbankans getað tengt greiðslukort sín við Apple Pay en Apple Pay gerir Apple-notendum kleift að greiða með Apple-tækjum, þ.e. iPhone, iPad, Apple-úri og Apple-tölvu, á sama hátt og með greiðslukorti. Viðtökurnar voru mjög góðar og greinilegt að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir að geta nýtt sér þennan möguleika.
  • Landsbankinn og Arion banki voru umsjónaraðilar almenns útboðs á Íslandi sem haldið var í tengslum við skráningu Marel í Euronext kauphöllina í Amsterdam en útboðinu lauk 5. júní sl.

Símafundur vegna uppgjörs

Símafundur fyrir markaðsaðila vegna uppgjörs bankans fyrir fyrri helming ársins 2019 verður haldinn kl. 10.00, föstudaginn 26. júlí. Fundurinn fer fram á ensku. Skrá þarf þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið ir@landsbankinn.is.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2019

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
23. mars 2023

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023

Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023

Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022

Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
New temp image
27. maí 2022

S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
5. maí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.  
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur