Fréttir

Lands­bank­inn að­ili að nor­rænu sam­starfi um auk­ið netör­yggi

Landsbankinn hefur gengið í samtökin Nordic Financial CERT sem eru samtök norænna fjármálafyrirtækja sem er ætlað að efla netöryggi og verjast glæpastarfsemi á netinu.
30. nóvember 2017

Landsbankinn hefur gengið í samtökin Nordic Financial CERT sem eru samtök norænna fjármálafyrirtækja sem er ætlað að efla netöryggi og verjast glæpastarfsemi á netinu.

Þrír norrænir bankar stofnuðu Nordic Financial CERT í apríl 2017; Nordea í Svíþjóð, DnB í Noregi og Danske Bank í Danmörku. Síðan þá hefur fjöldi banka og tryggingafélaga bæst í hópinn, þar á meðal frá Finnlandi og í nóvember gekk Landsbankinn í samtökin, fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja. Fyrirtæki sem eru aðilar að samtökunum skiptast á viðeigandi upplýsingum um hvers kyns tilraunir til fjársvika á netinu og varnir gegn þeim.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatækni Landsbankans, segir: „Með samstarfi við önnur fjármálafyrirtæki á Norðurlöndunum í gegnum Nordic Financial CERT fáum við aðgang að verðmætri þekkingu og reynslu af baráttu gegn netsvikum og miðlum um leið af okkar eigin reynslu og þekkingu. Netglæpir verða sífellt þróaðri og því er brýn þörf á að fjármálafyrirtæki leggi saman krafta sína til að berjast gegn þeim. Okkar von er að samstarfið muni stuðla að auknu öryggi í bankaviðskiptum.“

Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir: „Glæpa- og svikastarfsemi á netinu hefur færst í aukana á undanförnum árum. Í dagsins önn er það snerpan sem öllu máli skiptir, að geta brugðist hratt við tilraunum til svika og annarri yfirvofandi ógn. Starfsemin sem frem fer í gegnum Nordic Financial CERT er bæði öflug og lipur. Þetta er mjög mikilvægur vettvangur fyrir samstarf á milli landa og það hefur þegar sannað gildi sitt.“

Aðgengileg umfjöllun um varnir gegn netsvikum

Á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, er aðgengileg umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik. Í greinunum er m.a. fjallað um hvernig auka má öryggi í netverslun, mikilvægi traustra lykilorða og hvernig svikarar beita fölsuðum fyrirmælum og fölskum tölvupóstum til að svíkja út fé.

Verum vakandi - Netöryggi

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur