Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Að hverju þarf að huga við skipt­ingu dán­ar­búa?

Starfsfólk Landsbankans er oft beðið um aðstoð og upplýsingar við meðferð og frágang dánarbúa. Eðli málsins samkvæmt geta þessi mál verið viðkvæm og flókin. Strangar reglur gilda um meðferð dánarbúa og bankinn getur aðeins veitt upplýsingar ef öllum formsatriðum hefur verið fylgt.
Reykjavíkurtjörn
11. desember 2018

Í starfi mínu hjá Landsbankanum hef ég oft komið að því að aðstoða fólk við frágang og meðferð dánarbúa. Í mörgum tilfellum kemur það erfingjum á óvart hversu stífar reglurnar um meðferð og frágang dánarbúa eru. Til þess að við í bankanum getum veitt upplýsingar sem varða hinn látna, aðgang að bankareikningum og fleira, verða allar þessar reglur að vera uppfylltar. Flestir sýna þessu skilning, enda er reglunum umfram allt ætlað að tryggja hagsmuni erfingja.

Við skipti á dánarbúi þarf að gæta vel að því að allra tilskilinna leyfa og umboða hafi verið aflað. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um hvernig standa skal að skiptingu dánarbúa á vef sýslumanna landsins.

Í þessum pistli fjalla ég um hvernig bankastarfsmenn geta aðstoðað og hvaða upplýsingar þeir geta veitt erfingjum vegna skiptingu dánarbúa.

Dánarbúið tekur við réttindum og skyldum

Við andlát verður til sérstakur lögaðili, dánarbú, sem tekur við réttindum og skyldum hins látna uns skiptum á dánarbúinu lýkur.

Fyrsta skrefið í skiptingu dánarbúa er að tilkynna sýslumanni um andlátið með því að senda þangað dánarvottorð. Erfingi getur í kjölfarið fengið skriflega heimild frá sýslumanni til að afla upplýsinga um eignir og skuldir hins látna, m.a. hjá bönkum og sparisjóðum. Bönkum er óheimilt að veita upplýsingar um stöðu reikninga til annarra en þeirra sem hafa þessa skriflegu heimild frá sýslumanni. Hafi hinn látni veitt öðrum umboð á reikninga, falla öll slík umboð niður við andlát.

Ef allir erfingjar eru sammála um hvernig eignum og skuldum dánarbús skuli skipt er þeim heimilt að skipta dánarbúi einkaskiptum, enda sé öllum skilyrðum fullnægt. Ef slíkt samkomulag næst ekki þurfa almennt að fara fram opinber skipti og er þá skipaður sérstakur skiptastjóri yfir búinu.

Skriflega heimild þarf til að afhenda reikningsyfirlit

Oft biðja erfingjar bankann um yfirlit yfir hreyfingar á reikningum. Heimilt er að veita upplýsingar um hreyfingar á reikningum dánarbús aftur í tímann til dánardags. Hreyfingayfirlit lengra aftur í tímann er almennt einungis heimilt að afhenda eftir að erfingjar hafa fengið leyfi til einkaskipta eða maki hefur fengið heimild til setu í óskiptu búi. Stundum koma upp vafaatriði og er þá leitað eftir ráðgjöf hjá lögfræðingum bankans.

Við andlát er greiðslukortum og aðgangi að netbanka hins látna lokað. Ef um fastar greiðslur hefur verið að ræða á kreditkorti, t.d. vegna reksturs á húsnæði, er kortinu haldið opnu þar til gengið hefur verið frá málum því tengdu. Ef hinn látni hafði gert samning um greiðsludreifingu má leyfa tímabilinu að renna út og ekki er heimilt að fella niður samninginn fyrr en honum hefur verið sagt upp af hálfu erfingja sem hafa fengið leyfi til einkaskipta. Samningar um greiðsluþjónustu eru gerðir til 12 mánaða í senn og ekki er hægt að endurnýja hann að því tímabili loknu eða framlengja hann.

Ef erfingjar eru margir er algengt að einhverjum einum þeirra sé veitt umboð til að koma fram fyrir hönd hina í tengslum við skiptin á dánarbúinu. Getur það verið hvort heldur sem er í leyfi sýslumanns til einkaskipta eða erfingjar sem veita umboðið skriflega, enda liggi þá fyrir leyfi sýslumanns til einkaskipta. Í flóknari tilfellum er lögmanni eða öðrum sérfræðingi fengið slíkt umboð. Í þeim tilfellum sem enginn einn aðili hefur fengið umboðið þurfa allir að mæta á staðinn í hvert skipti sem eitthvað er hreyft við eignum eða unnið að skiptingu dánarbúsins á annan hátt.

Ef hinn látni hefur verið með geymsluhólf í banka, er ekki heimilt að opna það fyrr en leyfi til einkaskipta liggur fyrir, auk þess sem erfingjar þurfa að hafa lykla að geymsluhólfinu.

Reglurnar settar til að tryggja sanngjörn skipti

Að ýmsu öðru er að huga við skiptingu dánarbúa. Ef hinn látni hefur átt uppsafnaðan séreignarsjóð, t.d. viðbótarlífeyrissparnað eða hluta af lögbundnum lífeyri sem hefur farið í séreign og hann ekki náð að nýta fjárhæðina til eigin nota, erfist sá sparnaður eins og aðrar eignir.

Sýslumaður getur gefið út sérstakt leyfi fyrir greiðslu útfararkostnaðar. Útfararkostnaður er forgangskrafa og sá sem hefur fengið slíkt leyfi þarf að framvísa frumriti reikninga í útibúi til að fá þá greidda. Útfararkostnaður er mjög misjafn og fer eftir því hvernig staðið er að útförinni. Miðað við reynslu okkar er ekki fjarri lagi að kostnaður við útför liggi á bilinu 700.000 til ein milljón króna.

Fólki sem stendur í fyrsta skipti frammi fyrir því að skipta dánarbúi finnst ferlið oft flókið og reglurnar stundum óþarflega stífar. Þá er gott að hafa í huga að reglurnar hafa verið settar til að tryggja að staðið sé að skiptunum með sanngjörnum hætti. Það eru því miður mörg dæmi um að sársaukafullar deilur hafa sprottið upp meðal erfingja um skiptingu dánarbúa og er það meðal annars þess vegna sem nauðsynlegt er að fara varlega og fylgja öllum formreglum.

Höfundur var þjónustustjóri einstaklinga í útibúi Landsbankans við Austurstræti þegar hún lét af störfum árið 2020 með rúmlega 43 ára reynslu af bankastörfum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?