Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans

Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Guðrún var síðast framkvæmdastjóri Pekron ehf. en áður starfaði hún í tíu ár hjá Skeljungi og SKEL fjárfestingarfélagi, m.a. sem forstöðumaður fjármála og rekstrar. Hjá SKEL tók hún þátt í mörgum stefnumarkandi verkefnum, m.a. uppskiptingu á Skeljungi og stofnun nýs fjárfestingarfélags. Hún hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga, m.a. hjá Orkunni, Skeljungi, Styrkási og fleiri félögum.
Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.









