Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag

Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Á aðalfundi Landsbankans, sem haldinn var 19. mars sl., var samþykkt að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa sem samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2024. Greiðslan skyldi vera tvískipt. Gjalddagi fyrri greiðslunnar var 26. mars 2025 en gjalddagi síðari greiðslunnar 17. september 2025.









