Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Mötu­neyti Lands­bank­ans í Reykja­stræti fær end­ur­vott­un Svans­ins

Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. febrúar 2025

Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.

Í mötuneyti Landsbankans er boðið upp á mat fyrir starfsfólk bankans í Reykjastræti auk þess sem hádegismatur er sendur í útibú bankans á höfuðborgarsvæðinu. Það þjónar einnig sem mötuneyti utanríkisráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins.

Svansvottunin er liður í að lágmarka sóun og umhverfisáhrif í samræmi við sjálfbærnistefnu bankans. Vottunin tekur m.a. til þjálfunar starfsfólks, aðgerða til að draga úr matarsóun, orkusparnaðar, efnainnihalds og notkunar skaðlegra efna. Vottunin tekur einnig til hlutfalls lífrænna vara en starfsfólk mötuneytisins og sjálfbærniteymis bankans hefur undanfarið unnið að bættum samskiptum við birgja í þeim tilgangi að auka hlutfallið enn frekar. Þá er náið fylgst með matarsóun og fjölda aðgerða beitt til að draga úr henni.

Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, segir: „Mötuneyti Landsbankans hefur verið Svansvottað síðan 2013, og hefur þannig sýnt metnað og elju í að standa vörð um umhverfið. Með þessari endurvottun stígur mötuneytið enn fastar til jarðar þegar kemur að aðgerðum til að stuðla að lágmörkun matarsóunar, framboði af umhverfisvænni matvælum og heilnæmara umhverfi starfsfólks. Starfsfólk Landsbankans má vera stolt af árangri mötuneytisins og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.“

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum og þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Á myndinni eru starfsfólk mötuneytisins, bankastjóri Landsbankans og annað starfsfólk bankans sem kom að vinnu við Svansvottunina, auk Guðrúnar Lilju Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Svansins og Esterar Öldu Bragadóttur, sérfræðings hjá Svaninum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.