Fréttir

Morg­un­fund­ur um fjár­mögn­un og upp­bygg­ingu inn­viða

4. febrúar 2025

Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.

Fundurinn verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu frá kl. 8.30-10.00. Húsið opnar kl. 8 og verður léttur morgunverður í boði.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn og ræðir möguleika á samvinnu einkaaðila og opinberra aðila við mikilvægar innviðaframkvæmdir.

Teitur Samuelsen, forstjóri Austureyjar- og Sandeyjarganganna og fyrirhugaðra Suðureyjaganga í Færeyjum, segir frá undirbúningi, framkvæmd og fjármögnun þessara gríðarmiklu innviða.

Kashif Khan hjá Metlife Investment Management í Bretlandi, ræðir um fjármögnun á innviðaframkvæmdum en Metlife er mjög umfangsmikið á þessu sviði.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi.

Að þessu loknu taka við pallborðsumræður sem verða auglýstar nánar síðar.

Skráning

Við reiknum með að Lilju Björk, bankastjóra Landsbankans og Ingólf, aðalhagfræðing Samtaka iðnaðarins, þurfi lítt að kynna en kynnum hér erlenda gesti okkar til leiks:

Félagið sem Teitur stýrir rekur Austureyjar- og Sandeyjargöngin sem eru tvö 11 km löng jarðgöng á milli Austureyjar og Sandeyjar í Færeyjum. Gangnagerðin hófst árið 2016 og lauk árið 2023. Verkefnið var fjármagnað annars vegar með eiginfé að fjárhæð 53 milljónir evra og hins vegar með láni að fjárhæð 360 milljónir evra. Kashif Kahn er forstöðumaður í almennum útlánum hjá MetLife Investment Management, þar sem hann ber ábyrgð á þróun og framkvæmd nýrra viðskipta, auk umsjónar með núverandi fjárfestingum. Kashif gekk til liðs við MetLife árið 2015 og hefur yfir 14 ára reynslu af ráðgjöf og fjárfestingum í innviðalánveitingum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur