Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar

Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra.
Á Umræðunni er viðtal við Stefán um myndirnar í dagatalinu og fleira. Af fyrri verkum Stebba eru þau þekktustu eflaust stórar veggmyndir sem hann hefur málað víðs vegar um landið – hvort sem það er til að brjóta upp grátt yfirlit iðnaðarhafnar eða skreyta nú þegar fagra götumynd. Einnig málar hann mikið af stórum olíuverkum og hefur tekið að sér að húðflúra fólk. Myndirnar í dagatalinu eru vatnslitamyndir.
Listin sem rólegur þátttakandi í lífinu









