Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um leið­ir til að stækka fyr­ir­tæki

Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
21. nóvember 2024 - Landsbankinn

Alls eru um 18.000 lítil og meðalstór fyrirtæki og félög í virkum viðskiptum við Landsbankann og undanfarið hefur bankinn lagt sérstaka áherslu á að bæta þjónustu við þennan mikilvæga viðskiptavinahóp, eins og kom fram hjá Lilju B. Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, þegar hún setti fundinn.

Arnheiður Klausen Gísladóttir, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans, fjallaði um þau atriði sem bankinn horfir helst til þegar fyrirtækjaeigendur kynna áform um stækkun og aukin umsvif fyrir bankanum, með það fyrir augum að fá aðstoð við fjármögnun. Hún ræddi m.a. mikilvægi trausts í samskiptum og að rekstraráætlanir væru vel unnar og trúverðugar. Að veita aðstoð við að stækka fyrirtæki væri mjög ánægjulegur hluti af starfinu. „Við í Landsbankanum erum svo heppin að hafa fengið tækifæri til að vinna með mörgum frábærum fyrirtækjum. Í mörgum tilfellum höfum við verið með alveg frá byrjun – alveg frá því að kennitalan fyrir reksturinn var stofnuð og stundum fyrr, því margir byrja með rekstur á eigin kennitölu,“ sagði hún.

Mannauðsmálin mikilvæg

Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, eigendur Friðheima, hafa náð miklum og eftirtektarverðum árangri, bæði í búskap og í ferðaþjónustu. Á fundinum fór Knútur yfir sögu fyrirtækisins, allt frá stofnun árið 1995 til dagsins í dag. Hann rakti hvernig framleiðsla á tómötum hefði á þessum árum aukist úr 15 tonnum á ári í 700 tonn, gróðurhúsin verið stækkuð úr 800 fermetrum í 11.000 fermetra og veltan aukist úr 1,8 milljónum króna í 1.600 milljónir króna. Árið 2008 hófu þau hjónin að bjóða upp á ferðaþjónustu og síðan hefur gestum fjölgað úr 900 í 250.000! Stækkunin fól í sér ýmsar áskoranir en Knútur sagði að mannauðsmálin hefðu verið sú stærsta. Í upphafi var Helena ein starfandi hjá fyrirtækinu en nú telur starfsfólk 80 manns. Það hafi verið mikil gæfa að þau hefðu frá því fyrirtækið tók að stækka fyrir alvöru unnið faglega að mannauðsmálum. Árangurinn birtist m.a. í ánægðu starfsfólki og að Friðheimar eru mjög eftirsóttur vinnustaður. Friðheimar halda áfram að dafna en Knútur greindi frá því á fundinum að fyrirtækið hefði nýlega samið um kaup á 4.000 fermetra jarðaberjaræktun í nágrenninu sem myndi styrkja fyrirtækið enn frekar og gera reksturinn fjölbreyttari.

Áhersla á traust og vöxt

Húrra Reykjavík hóf rekstur árið 2014 og síðan hefur félagið vaxið og dafnað, líkt og Sindri Jensson, stofnandi og meðeigandi, fór yfir í sínu erindi. Hann og meðeigendur hans reka nú 13 veitingastaði, þrjár ísbúðir, ísgerð, tvær fataverslanir, golfmerki og næturklúbb. Sindri veitti áhugaverða innsýn inn í rekstur fyrirtækisins og fjallaði ítarlega um mikilvægi þess að taka ákvarðanir á grundvelli gagna úr rekstrinum. Þegar hann og Jón Davíð Jónsson stofnuðu Húrra Reykjavík hafi stefnan frá upphafi verið að stefna á heilbrigðan vöxt með áherslu á gæði, klassík og framþróun – að vaxa eða deyja hefði verið þeirra mottó. Hann fjallaði einnig um góðan árangur á samfélagsmiðlum og mikilvægi þess að leggja til samfélagsins, t.d. með viðburðum, listsýningum og að gefa ungu og efnilegu fólki tækifæri. Miklu skipti að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum, birgjum og öðrum. Líkt og Friðheimar hyggja Sindri og félagar á frekari vöxt en stefnt er að því að opna nýjan bar, Nínu, á Hverfisgötunni innan skamms.

Úr 18 fermetra bílskúr í vinsæla útivistarbúð

Þeir Leifur Dam Leifsson og Tómas Jón Sigmundsson hófu saman rekstur árið 2004 í 18 fermetra bílskúr í Hvassaleitishverfi í Reykjavík. Þar gerðu þeir við gúmmíbáta og galla – þaðan kemur nafn fyrirtækisins, GG Sport. „Á síðastliðnum tíu árum höfum við náð að byggja upp eina vinsælustu útvistarbúð landsins. Ég get sagt ykkur strax að það var ekki auðvelt og ég held að við höfum rekið okkur á allt sem hægt var að reka sig á,“ sagði Leifur í sínu erindi. Tilgangurinn með rekstrinum hefði ekki verið að græða peninga heldur að stofna og reka fyrirtæki sem þeir væru stoltir af. Leifur sagði að stækkun á fyrirtæki væri einfaldlega að auka veltuna og leysa öll vandamál í kringum það. „Við höfum haft að leiðarljósi að stækka húsnæði ekki fyrr en allt var er orðið sprungið, þ.e. það þarf allt að vera sprungið í ákveðinn tíma til að réttlæta næsta skref. Kannski má segja að stækkun þarf til að koma á móts við óhagstætt ástand og í stækkuninni á að felast hagræðing og aukin tækifæri,“ sagði Leifur. Þeir hefðu forðast óskhyggju en gert ráð fyrir og vonað það besta. Um leið þyrfti reksturinn alltaf að vera öruggur þrátt fyrir hugsanlegt bakslag. Þótt fyrirtækið hefði vissulega tekið bankalán til að eiga fyrir stækkun, hefði áhersla þeirra á góðan rekstur skilað sér í því að nú væri fyrirtækið skuldlaust og þar með tilbúið til að taka frekari skref til stækkunar.

Að fundi loknum fengu þau Arnheiður, Knútur, Sindri og Leifur spurningar úr sal og sköpuðust áhugaverðar umræður. Við í Landsbankanum þökkum þeim fyrir áhugaverð erindi og gestum kærlega fyrir komuna.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.