Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
![Stúlka með síma](https://images.prismic.io/landsbankinn/c8831a3c-db04-49f2-9649-78176beedd34_5U3A4396_graded.jpg?fit=max&w=3840&rect=845,973,5130,2886&q=50)
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
Meðal tilboða sem bankinn hefur kynnt með tölvupósti nýlega
- Í október bauð Icelandair viðskiptavinum Landsbankans sem safna Vildarpunktum Icelandair með greiðslukorti frá bankanum 30% afslátt á fargjöldum til tiltekinna áfangastaða.
- Í september bauð PLAY viðskiptavinum Landsbankans sem safna Aukakrónum 25% afslátt af ferðum til tiltekinna áfangastaða.
- Við sendum upplýsingar um tómstundastyrki Landsbankans fyrir börn á grunnskólaaldri og um Plúskortaleikinn en þau sem tóku þátt í honum gátu unnið ferð á tónlistarhátíðina Way Out West í boði Landsbankans og Visa.
- Nýbakaðir foreldrar, sem eru í viðskiptum við bankann, fá boð um að bankinn leggi 5.000 kr. fæðingargjöf inn á Framtíðargrunn á nafni barnsins.
Einfalt að breyta stillingum í appinu og netbankanum
Viðskiptavinir sem hafa afþakkað að fá upplýsingar um fríðindi og þjónustu bankans geta breytt því í appinu. Það er gert með því að fara í Stillingar og velja Vöktun. Þar getur þú hakað við box um að þú þiggir að fá upplýsingarnar sendar með tölvupósti, í farsíma eða með öðrum samskiptaleiðum. Í netbankanum velur þú Stillingar til að gera sömu breytingar. Þótt við bjóðum góð tilboð og ýmis fríðindi, þá pössum við okkur líka á að senda ekki of marga pósta.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Zx-siK8jQArTz59p_1920x1080px-simastillingar.png?auto=format%2Ccompress&rect=1386%2C322%2C5195%2C2922&w=8000&h=4500)
Við minnum jafnframt á mikilvægi þess að passa að samskiptaupplýsingar, þ.e. upplýsingar um símanúmer og netfang, séu réttar.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZvFHsrVsGrYSvq8T_fjarmalamot-okt-2024.png?fit=max&w=3840&rect=917,0,1483,1112&q=50)
![Netöryggi](https://images.prismic.io/landsbankinn/a4f91a12-f6c1-4ce2-a703-d1175758ccdd_Netoryggi_1920-1080_031121.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,2880,2160&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2VAupbqstJ98uU4_landsbankinn_styrkur_19122024_hopmynd_16_9.jpg?fit=max&w=3840&rect=375,0,2251,1688&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2LjuJbqstJ98pIP_dagatal_lb_2025.jpg?fit=max&w=3840&rect=1000,0,6000,4500&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2PN0ZbqstJ98qb4_jolakrans-2008x3071.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,1285,2008,1506&q=50)
![Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z1K8jJbqstJ98HJI_landsbankinn_hopmynd_05122024.jpg?fit=max&w=3840&rect=228,0,3201,2401&q=50)
![Kona með hund](https://images.prismic.io/landsbankinn/fb20c99d-7eaf-43c0-bcc8-ec09bb794912_2400x1601-LB_Gudrun_Svava_RIM109511.jpg?fit=max&w=3840&rect=133,0,2135,1601&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z07giJbqstJ97-zJ_Skak2.jpg?fit=max&w=3840&rect=324,32,1169,877&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z0mNIJbqstJ9748__Hamborgartred_2024_digital-fb_cover.png?fit=max&w=3840&rect=442,0,3489,2617&q=50)
![Austurbakki](https://images.prismic.io/landsbankinn/d45c2d66-ad81-4a91-ad4e-70978c81c5f1_Landsbanki_Head_Offices_DSC03808.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1920,1440&q=50)