Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vör­um við svikasím­töl­um

18. september 2024

Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.

Símtölin virðast koma úr íslenskum símanúmerum en svikararnir eru enskumælandi. Þeir hafa meðal annars sagst vera að bjóða upp á fjárfestingartækifæri í rafmynt, tilkynna að viðmælandinn eigi eignir í rafmynt eða bjóða fólki að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt.

Svikararnir hafa fengið fólk til að hlaða niður forritinu AnyDesk á tækin sín en með því fá svikararnir fullan aðgang að tækinu. Einnig hefur fólk verið gabbað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og hafa svikararnir nýtt þær upplýsingar til að skrá sig inn í bankaapp viðkomandi, millifært út af reikningum og samþykkt greiðslukortafærslur. Þá hefur borið á að svikararnir noti greiðslukortaupplýsingar fólks til að kaupa rafmynt hjá fyrirtæki sem nefnist Bintense en þar með eru fjármunirnir tapaðir.

Málið er enn að skýrast og við munum uppfæra þessa frétt ef þörf krefur.

Vegna svikanna viljum við ítreka eftirfarandi:

  • Taktu öllum símtölum eða skilaboðum sem snúast um að kynna fyrir þér einfaldar leiðir til að græða peninga með miklum fyrirvara.
  • Ef þú telur að sá sem hringdi í þig sé að reyna að blekkja þig, skaltu strax slíta samtalinu. Það hefur ítrekað komið í ljós að eftir því sem fólk ræðir lengur við svikarana, því meiri hætta er á að það láti blekkjast og tjónið verði meira.
  • Fara skal varlega í notkun á rafrænum skilríkjum og aldrei gefa öðrum upp leyninúmer fyrir rafræn skilríki. Enginn annar en þú á að vita leyninúmerið fyrir rafrænu skilríkin þín.
  • Forritið AnyDesk, og fleiri forrit af sama toga, gefa utanaðkomandi fullan aðgang að tölvu eða síma sé búið að hlaða því niður á tækið og samþykkja aðgang. Ekki dugir að eyða forritinu út heldur getur þurft að fá fagmann til að tryggja að engin óværa leynist í tölvunni.
  • Aldrei samþykkja innskráningar, millifærslu, kortafærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir.

Ef þú telur þig hafa orðið þolandi svika er mikilvægt að láta bankann þinn og lögreglu vita sem fyrst. Nánari upplýsingar eru á landsbankinn.is/oryggi.

Málið er enn að skýrast og við munum uppfæra þessa frétt ef þörf krefur. Ekkert lát virðist vera á þessum svikum og því viljum við ítreka þessi varnaðarorð.

Fréttin var fyrst birt 10. september 2024 og uppfærð 18. september 2024.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.