Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Áhuga­verð er­indi á vel sótt­um sjálf­bærni­degi Lands­bank­ans

Sjálfbærnidagur 2024
5. september 2024

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.

Á fundinum fjölluðu stjórnendur fimm íslenskra fyrirtækja um árangur og áskoranir í sjálfbærnimálum og einn helsti loftslagssérfræðingur þjóðarinnar fjallaði um afleiðingar loftslagsbreytinga og nauðsynlegar aðgerðir. Matarframleiðendurnir Livefood og Svepparíkið kynntu vörur sínar og gafst fundargestum kostur á að smakka.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði m.a. að stóra markmiðið lægi fyrir: Að búa til betri framtíð og takmarka hlýnun jarðar við innan við 1,5 gráður frá iðnbyltingu eins og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Hún ræddi um þá miklu sjálfbærnivinnu sem hefur þegar verið unnin innan bankans, m.a. um að bankinn hafi nú fengið samþykkt vísindalegt markmið í loftslagsmálum, fyrstur íslenskra banka.

Dr. Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar og fagstjóri á Veðurstofu Íslands, fjallað um afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerðir. Hann benti á að það lægi fyrir að loftslagsbreytingar væru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, vék fyrst að árangri af breytingum á siglingakerfi félagsins sem hefðu í senn leitt til minni kostnaðar og dregið úr útblæstri um 8% á milli ársfjórðunga. Breytingarnar byggðu m.a. á því að fjölga krönum í höfnum þannig að hægt væri að lesta og aflesta skipin hraðar sem gæfi svigrúm til að sigla þeim hægar, með tilheyrandi olíusparnaði.

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, ræddi um áskoranir og tækifæri í sjálfbærninni og um mikilvægi þess að sem flest starfsfólk kæmi að sjálfbærnimálum. Hún ræddi um samsetningu kolefnisspors félagsins sem er að langmestu leyti vegna eldsneytis, enda er félagið umfangsmikið á þeim markaði. Þar á eftir væri losun vegna sölu á rauðu kjöti. Það væri samt engin lausn að Festi hætti að selja eldsneyti, rautt kjöt og aðra mengandi vöruflokka, því þá tækju bara aðrir söluaðilar við eftirspurninni.

Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, ræddi ítarlega um sjálfbærni í starfsemi fyrirtækisins. Ábyrg sjálfbærnistefna væri afar jákvæð og það væri aðalatriði málsins. Hann ræddi einnig um að sjálfbærnimarkmið sem leidd væru í lög og reglur gætu leitt af sér hærri byggingarkostnað og hækkun íbúðaverðs. Upplifun ÞG Verk væri að undirbúningur stjórnvalda við reglusetningu virtist oft lítill sem enginn, viðmiðunargildi væru almennt ekki staðfærð og reglur ekki aðlagaðar að íslenskum aðstæðum.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar, fjallaði um hvernig Bílaleiga Akureyrar hefði frá upphafi lagt áherslu á grunnþætti sjálfbærni. Hann sagði enga launung á því að þegar kæmi að orkuskiptunum liði þeim hjá Höldi svolítið eins og þau væru í bíl á rauðu ljósi í stórhríð. Síbreytilegt rekstrarumhverfi og mikill ófyrirsjáanleiki í aðgerðum hins opinbera væri langstærsta og mesta áskorunin í rekstri félagsins. Það væri mjög þreytandi þar sem Bílaleiga Akureyrar vildi vera virkur þátttakandi í orkuskiptunum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.