Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn tek­ur þátt í rann­sókn CBS á ólík­um ákvörð­un­um kynj­anna í fjár­mál­um

Austurbakki
5. september 2024 - Landsbankinn

Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.

Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum spennt yfir því að taka þátt í þessari rannsókn enda er mikilvægt fyrir okkur að þekkja og skilja ákvarðanir viðskiptavina okkar eins vel og unnt er. Lengi hefur verið bent á að ákvarðanir kynjanna í fjármálum eru ólíkar og að konur hafa að jafnaði verið áhættufælnari en karlar sem getur leitt til þess að ávinningur kvenna af sparnaði og fjárfestingum er minni. Með því að taka þátt í þessari rannsókn viljum við stuðla að meiri þekkingu á því hvers vegna kynin nálgast fjármál með ólíkum hætti. Sú þekking mun bæði nýtast bankanum til að veita betri þjónustu og vonandi leiða til þess að draga úr þeim mun sem er á ákvörðunum og ávinningi kynjanna af fjárfestingum.“

Arna Olafsson, dósent við CBS, segir:

„Fjármálaákvarðanir hafa áhrif á okkur á öllum æviskeiðum og því er bæði aðkallandi og mikilvægt að skoða hvað það er sem veldur því að kynin taka mismunandi ákvarðanir um fjármál. Eldri rannsóknir um kynjamismuninn í fjármálum hafa skoðað afmarkaða þætti eingöngu sem torveldar mat á því hvort einstakir þættir útskýri muninn eða hvort um undirliggjandi, truflandi breytur sé að ræða. Sem dæmi má nefna að núverandi rannsóknir gefa til kynna að mæðrahlutverkið útskýri að miklu leyti mismunandi árangur kynjanna í atvinnulífinu, frekar en bara kyn. En það hefur ekki verið skoðað hvernig foreldrahlutverkið hefur áhrif á fjármálaákvarðanir. Einnig hefur verið sýnt fram á að kynin hegði sér á ólíkan hátt á mismunandi sviðum sem spila inn í fjármálaákvarðanir og að fjármálaákvarðanir kynjanna séu ólíkar en það hefur engu að síður reynst erfitt að greina orsakasamhengi þar á milli.“

Rannsóknin hefur hlotið styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC). Til að finna skýringar á ólíkum ákvörðunum kynjanna, verður byggt á spurningakönnunum og ópersónugreinanlegum gögnum frá Landsbankanum. Rannsóknin mun hefjast árið 2025.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.