Fréttir

Fimm áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. september 2024

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Öll verkefnin hlutu styrki upp á tvær milljónir króna en í ár bárust um 40 umsóknir.

Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024

Sjálfbærnistyrkir 2024:

Use See

Use See - sjálfbærniþjálfun og aðlögun fyrir skapandi greinar hlaut tveggja milljóna króna styrk. Styrkurinn nýtist til þróunar á fræðsluefni, þjálfun og stuðningi til handa fólki sem starfar í skapandi greinum og mun gera þeim kleift að taka upp sjálfbæra starfshætti án mikils tilkostnaðar.

Með fjármögnun á þróun náms- og kennsluefnis mun fyrirtækið USE SEE bjóða upp á opin námskeið á netinu sem allir í skapandi greinum geta sótt, sér að kostnaðarlausu.

Námsefnið og þróun þess byggir á aðlögun á námskeiði um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu sem fyrirtækið þróaði í vetur fyrir íslenska kvikmyndagerð. 

Dýpi

Dýpi hlaut tveggja milljóna króna styrk til þess að framleiða umhverfisvæna og sjálfbæra kalkmálningu úr kalkþörungum frá Vestfjörðum.

Framleiðslunni er ætlað að stuðla að verndun og endurnýjun náttúrunnar þar sem kalkmálningin er bæði einstök og vistvæn.

Dýpi leggur áherslu á framleiðslu á hágæðavöru sem er unnin úr kalkþörungum sem hlaðast upp á hafsbotni Arnarfjarðar. Kalkþörungarnir eru nauðsynlegir fyrir lífríki sjávar og grisjun þeirra stuðlar að heilbrigði hafsins. 

Icebatt

Icebatt ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til að endurnýta og gefa notuðum rafbílarafhlöðum nýtt líf eftir að hefðbundin notkun þeirra er á enda.

Enginn markaður er fyrir notaðar rafbílarafhlöður sem stendur þó að tugir rafbíla lendi í tjónum á ári hverju og aðrir partar séu nýttir áfram.

Markmið Icebatt er að koma notuðum rafbílarafhlöðum í notkun og gefa þeim nýtt líf með því að nota þær í lítil afl- og varaaflkerfi fyrir t.d. fjarskipta-, neyðar- og eftirlitskerfi. Með því að taka þær í sundur og raða þeim saman í minni einingar er komið í veg fyrir urðun rafhlaðnanna og verðmæti sköpuð í stað förgunar. 

Sps

SPS ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til að fullþróa gervigreindarlíkanið GreenFish sem spáir fyrir um magn, gæði og fyrirhugaða samsetningu afla fiskiskipa eftir landfræðilegum hnitum, byggt á víðfeðmu safni sjávargagna og veðurfræðilegra gagna.

Líkanið nýtir söguleg gögn til að spá fyrir um veiðiafrakstur, aðstoða við auðlindastjórnun og stórauka sjálfbærni veiðiaðferða auk þess að spá fyrir um líklegustu staðsetningu flökkustofna, svo sem loðnu og makríls, á leið þeirra um íslensku lögsöguna.

Með því má meðal annars draga úr kolefnislosun og olíunotkun í sjávarútvegi, tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna og bæta samsetningu og gæði afla.

Livefood

Livefood ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til að þróa áfram íslenska hágæðagrænkeraosta sem eru með svipað bragð og áferð og hefðbundnir ostar.

Framleiðslan fer fram í Hveragerði og nýtir hveragufu en til stendur að nýta jarðvarmann enn frekar við framleiðsluna og verður styrknum varið til að finna lausnir í tækjabúnaði til framtíðar.

Um er að ræða fyrstu og einu grænkeraostaverksmiðjuna á Íslandi og er áhersla lögð á að hún sé samkeppnishæf við bæði hefðbundna osta og innflutta grænkeraosta.

Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024

Í úthlutunarnefnd 2024 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur