Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Dag­skrá Lands­bank­ans á Menn­ing­arnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
21. ágúst 2024

13.00, 14.30 & 16.00
Listaverkagöngur í Reykjastræti 6

Landsbankinn býður gesti Menningarnætur velkomna í skipulagða listaverkagöngu um bankann í Reykjastræti 6. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, fræðir gesti um helstu perlur listasafns bankans sem prýða veggi hans.

Þrjár göngur verða í boði og tekur hver um klukkutíma. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og skráning því nauðsynleg.

Listaverkin í Landsbankanum

13.00
Blásið í lúðra  

Í tilefni af því að framkvæmdum er lokið við Hörputorg verður blásið í lúðra! Í fyrsta sinn sameinast Lúðrasveitin Svanurinn og Lúðrasveit verkalýðsins í skrúðgöngu í höfuðborginni. Hátt í hundrað lúðrablásarar marsera kl.13.00 frá Austurvelli og Lækjartorgi, sameinast á Kolagötu og þramma í gegnum Reykjastræti yfir á Hörputorg.

Í framhaldi af skrúðgöngunni koma lúðrasveitirnar sér fyrir í glænýjum tröppunum við Reykjastrætið og heyja sinn árlega lúðrasveitabardaga þar sem allt getur gerst!

Allar skrúðgönguleiðir liggja að Hörputorgi
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi

13.00
Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí

Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí staðsett í gömlum húsbíl af gerðinni Mercedes Benz. Brumm brumm mun sýna prentlistina sem lifandi uppákomu á Hörputorgi.

Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí á Hörputorgi

13.00 – 18.00
Bátasmiðja á Hörputorgi

Bátasmiðja Memmm Play er skapandi fjölskyldusamvera. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að smíða báta og skip úr opnum efnivið. Hér er öllum boðið að vera og gera á sínum forsendum og sigla svo bátunum á tjörninni fyrir framan Hörpu.

Bátasmiðja á Hörputorgi

14.00 & 16.00
Flamingóknapar á Hörputorgi, Reykjastræti og Kolagötu

PilkingtonProps kemur með tvíburabræðurna Pétur og Magnús, glæsilegustu flamingóa Íslands! Þeir gleðja gesti og gangandi með litskrúði sínu og prakkaraskap!

Flamingóknapar - kl. 14.00
Flamingóknapar- kl. 16.00

14.30 & 16.00
BMX BRÓS á Hörputorgi

BMX BRÓS blanda saman hættulegum og þaulæfðum stökkum á BMX-hjólum, mikilli gleði og húmor, þátttöku áhorfenda, háværri stemningstónlist, hlátri, öskrum, brosum og hreyfingu.

BMX BRÓS - kl. 14.30
BMX BRÓS - kl. 16.00

15.00 & 16.30
Trölla­fjöl­skyldan á ferð um Hörpu­torg, Kola­götu og Reykja­stræti

Tröllið Tufti og börnin hans tvö, Drangskarfur og Skögulkatla ganga Kolagötu og inn Reykjastræti að Hörputorgi. Þau ætla að mæta til að kæta og eru spennt að sjá hvað mannfólkið býður upp á á þessum skemmtilega degi.

Trölla­fjöl­skyldan - kl. 15.00
Trölla­fjöl­skyldan - kl. 16.30

15.15 & 16.45
Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja á Hörpu­torgi

„Trúðslæti“ er sýning sem fagnar fjölbreytni, samskiptum og umburðarlyndi með því að brúa bilið á milli tungumála og menningarheima. Trúðarnir Suzy, Salla Malla og Momo munu auk þess sýna hæfileikana sína í körfubolta, dansi og æðislegum loftfimleikum.

Eftir sýningin fá áhorfendur tækifæri til að prófa sjálf.

Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja - kl. 15.15
Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja - kl 16.45

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.