Fréttir

Dagskrá Lands­bank­ans á Menn­ing­arnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
21. ágúst 2024

13.00, 14.30 & 16.00
Listaverkagöngur í Reykjastræti 6

Landsbankinn býður gesti Menningarnætur velkomna í skipulagða listaverkagöngu um bankann í Reykjastræti 6. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, fræðir gesti um helstu perlur listasafns bankans sem prýða veggi hans.

Þrjár göngur verða í boði og tekur hver um klukkutíma. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og skráning því nauðsynleg.

Listaverkin í Landsbankanum

13.00
Blásið í lúðra  

Í tilefni af því að framkvæmdum er lokið við Hörputorg verður blásið í lúðra! Í fyrsta sinn sameinast Lúðrasveitin Svanurinn og Lúðrasveit verkalýðsins í skrúðgöngu í höfuðborginni. Hátt í hundrað lúðrablásarar marsera kl.13.00 frá Austurvelli og Lækjartorgi, sameinast á Kolagötu og þramma í gegnum Reykjastræti yfir á Hörputorg.

Í framhaldi af skrúðgöngunni koma lúðrasveitirnar sér fyrir í glænýjum tröppunum við Reykjastrætið og heyja sinn árlega lúðrasveitabardaga þar sem allt getur gerst!

Allar skrúðgönguleiðir liggja að Hörputorgi
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi

13.00
Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí

Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí staðsett í gömlum húsbíl af gerðinni Mercedes Benz. Brumm brumm mun sýna prentlistina sem lifandi uppákomu á Hörputorgi.

Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí á Hörputorgi

13.00 – 18.00
Bátasmiðja á Hörputorgi

Bátasmiðja Memmm Play er skapandi fjölskyldusamvera. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að smíða báta og skip úr opnum efnivið. Hér er öllum boðið að vera og gera á sínum forsendum og sigla svo bátunum á tjörninni fyrir framan Hörpu.

Bátasmiðja á Hörputorgi

14.00 & 16.00
Flamingóknapar á Hörputorgi, Reykjastræti og Kolagötu

PilkingtonProps kemur með tvíburabræðurna Pétur og Magnús, glæsilegustu flamingóa Íslands! Þeir gleðja gesti og gangandi með litskrúði sínu og prakkaraskap!

Flamingóknapar - kl. 14.00
Flamingóknapar- kl. 16.00

14.30 & 16.00
BMX BRÓS á Hörputorgi

BMX BRÓS blanda saman hættulegum og þaulæfðum stökkum á BMX-hjólum, mikilli gleði og húmor, þátttöku áhorfenda, háværri stemningstónlist, hlátri, öskrum, brosum og hreyfingu.

BMX BRÓS - kl. 14.30
BMX BRÓS - kl. 16.00

15.00 & 16.30
Trölla­fjöl­skyldan á ferð um Hörpu­torg, Kola­götu og Reykja­stræti

Tröllið Tufti og börnin hans tvö, Drangskarfur og Skögulkatla ganga Kolagötu og inn Reykjastræti að Hörputorgi. Þau ætla að mæta til að kæta og eru spennt að sjá hvað mannfólkið býður upp á á þessum skemmtilega degi.

Trölla­fjöl­skyldan - kl. 15.00
Trölla­fjöl­skyldan - kl. 16.30

15.15 & 16.45
Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja á Hörpu­torgi

„Trúðslæti“ er sýning sem fagnar fjölbreytni, samskiptum og umburðarlyndi með því að brúa bilið á milli tungumála og menningarheima. Trúðarnir Suzy, Salla Malla og Momo munu auk þess sýna hæfileikana sína í körfubolta, dansi og æðislegum loftfimleikum.

Eftir sýningin fá áhorfendur tækifæri til að prófa sjálf.

Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja - kl. 15.15
Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja - kl 16.45

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur