Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Þann 22. júní 2024 voru samþykkt lög um ráðstöfun eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. Ríkisstjórnin áformar að selja eftirstandandi 42,5% hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka á árunum 2024 og 2025, með markaðssettu hlutafjárútboði.
Reynslumikið teymi Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans veitir vandaða ráðgjöf um kaup, sölu og samruna fyrirtækja.