Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Enn meira ör­yggi í Lands­banka­app­inu

2. júlí 2024

Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.

Aukið öryggi í kortaviðskiptum og auðveldari vöktun

Til að breyta þessum stillingum velur þú „Kort“ og síðan punktana þrjá undir myndinni af kortinu. Síðan ferðu í „Öryggi og vöktun“ og getur þar valið um að loka fyrir tiltekna notkunarmöguleika á kortinu þínu. Þú getur síðan opnað fyrir virknina aftur þegar þú þarft á að halda. Þú getur lokað fyrir:

  • Notkun á plastkortinu
  • Kortanotkun erlendis
  • Netverslun
  • Notkun í hraðbönkum
  • Snertilausar greiðslur

Ef þú notar kortið þitt lítið á netinu eða ert sjaldan í útlöndum getur verið góð hugmynd að loka fyrir notkun í netverslun eða í útlöndum. Það er auðvelt að leyfa þessi virkni aftur hvenær sem er.

Einfalt að stilla vöktun

Í appinu er einfalt að stilla vöktun á kortinu þínu. Þú getur valið um að fá tilkynningar þegar þú notar kortið við innborgun, útborgun án korts (t.d. netverslun), úttekt í hraðbanka og/eða þegar ráðstöfun á kortinu fer undir lágmark sem þú hefur tilgreint. Tilkynningar um útborgun án korts eru gjaldfrjálsar.

Stillingar í appi

Neyðarlokun

Ef þú telur þörf á að loka fyrir allan aðgang að netbanka eða appi, t.d. ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum, getur þú valið neyðarlokun, en þann möguleika finnur þú undir stillingum í appinu. Lokunin tekur samstundis gildi og aðeins er hægt að opna aftur með því að hafa samband við okkur á afgreiðslutíma bankans.

Stillingar í appi
  • Lokar aðgangi þínum að appi, netbanka einstaklinga og netbanka fyrirtækja.
  • Lokar öllum debetkortum, kreditkortum og fyrirframgreiddum kortum, bæði þínum eigin og fyrirtækjakortunum þínum.
  • Afturkallar heimildir allra tækja til að nota lífkenni til auðkenningar.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.