Fréttir

Enn meira ör­yggi í Lands­banka­app­inu

2. júlí 2024

Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.

Aukið öryggi í kortaviðskiptum og auðveldari vöktun

Til að breyta þessum stillingum velur þú „Kort“ og síðan punktana þrjá undir myndinni af kortinu. Síðan ferðu í „Öryggi og vöktun“ og getur þar valið um að loka fyrir tiltekna notkunarmöguleika á kortinu þínu. Þú getur síðan opnað fyrir virknina aftur þegar þú þarft á að halda. Þú getur lokað fyrir:

  • Notkun á plastkortinu
  • Kortanotkun erlendis
  • Netverslun
  • Notkun í hraðbönkum
  • Snertilausar greiðslur

Ef þú notar kortið þitt lítið á netinu eða ert sjaldan í útlöndum getur verið góð hugmynd að loka fyrir notkun í netverslun eða í útlöndum. Það er auðvelt að leyfa þessi virkni aftur hvenær sem er.

Einfalt að stilla vöktun

Í appinu er einfalt að stilla vöktun á kortinu þínu. Þú getur valið um að fá tilkynningar þegar þú notar kortið við innborgun, útborgun án korts (t.d. netverslun), úttekt í hraðbanka og/eða þegar ráðstöfun á kortinu fer undir lágmark sem þú hefur tilgreint. Tilkynningar um útborgun án korts eru gjaldfrjálsar.

Stillingar í appi

Neyðarlokun

Ef þú telur þörf á að loka fyrir allan aðgang að netbanka eða appi, t.d. ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum, getur þú valið neyðarlokun, en þann möguleika finnur þú undir stillingum í appinu. Lokunin tekur samstundis gildi og aðeins er hægt að opna aftur með því að hafa samband við okkur á afgreiðslutíma bankans.

Stillingar í appi
  • Lokar aðgangi þínum að appi, netbanka einstaklinga og netbanka fyrirtækja.
  • Lokar öllum debetkortum, kreditkortum og fyrirframgreiddum kortum, bæði þínum eigin og fyrirtækjakortunum þínum.
  • Afturkallar heimildir allra tækja til að nota lífkenni til auðkenningar.
Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur