Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn og Def­end Ice­land vinna sam­an að netör­yggi

Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024

Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.

Markmið Defend Iceland er að skapa öruggara stafrænt samfélag. Aukin þekking á tilvist og eðli öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana er forsenda þess að ná markmiðinu, enda fjölgar netárásum hratt.

Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Landsbankans, segir:

„Við í Landsbankanum höfum lengi lagt áherslu á netöryggi og fögnum framtaki Defend Iceland. Okkur finnst áhugavert hvernig Defend Iceland ætlar að efla almenna umræðu um netöryggi og byggja upp mikilvæga þekkingu hjá netöryggissérfræðingum. Að fá tækifæri til að nálgast verkefni eins og hakkari, en fylgja um leið skýrum reglum, eykur kunnáttu og dýpkar skilning á netvörnum. Ef vel tekst til mun starf Defend Iceland efla netöryggi og þannig stuðla að farsælli framtíð.“

Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland, segir:

„Markmið Defend Iceland er að búa til öruggara stafrænt samfélag með forvirkum öryggisaðgerðum. Skipulögðum og alvarlegum netárásum á NATO-ríki fjölgar hratt. Samfélagslegir lykilinnviðir á borð við fjármálastofnanir eru þar sérstaklega undir og því bæði ánægjulegt og mikilvægt að stærstur hluti fjármálakerfis Íslands nýtir nú tækni okkar. Það er okkur sérstakt ánægjuefni að bjóða Landsbankann velkominn í ört vaxandi hóp viðskiptavina Defend Iceland.“

Í villuveiðigátt Defend Iceland eru aðferðir tölvuhakkara og skipulagðra netárásarhópa hermdar til að leita með markvissum hætti að veikleikum í upplýsingatæknikerfum. Þannig er hægt að lagfæra öryggisveikleika áður en tölvuglæpamenn geta nýtt sér þá.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.