Fréttir

Bank­inn út­hlut­ar náms­styrkj­um að upp­hæð 8 millj­ón­ir króna

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanáms, grunnnáms í háskóla, framhaldsnáms í háskóla og listnáms.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans í ár voru:

Framhaldsskólanám, 300.000 kr. hver:

  • Ingvar Orri Jóhannesson – Flugskólinn Geirfugl
  • Tinna Rún Emilsdóttir - Verzlunarskóli Íslands og Nýi tónlistarskólinn
  • Viktoría Valdimarsdóttir - The Williston Northampton School
  • Ýmir Hafliðason Garcia - Björknåsgymnasiet framhaldsskólinn

Grunnnám í háskóla, 500.000 kr. hver:

  • Hildur Gunnarsdóttir - Háskóli Ísland
  • Halla Eiríksdóttir - Brown University
  • Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Harvard College
  • Sonja Þorsteinsdóttir - Háskóli Íslands

Framhaldsnám í háskóla, 600.000 kr. hver:

  • Henný Björk Birgisdóttir - Háskóli Reykjavíkur
  • Hildur Hjörvar - Harvard University Law School
  • Arnar Ágúst Kristjánsson - University of Amsterdam
  • Sóllilja Bjarnadóttir - Háskóli Íslands

Listnám, 600.000 kr. hver:

  • Logi Guðmundsson- San Francisco Ballet
  • Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir - Tónlistarháskólinn í Osló
  • Jenný Guðmundsdóttir - The American Musical and Dramatic Academy
  • Bjargey Birgisdóttir - Hochschule für Musik Freiburg

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum, afhenti styrkþegum blómvönd.

Í dómnefnd sátu Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur