Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanáms, grunnnáms í háskóla, framhaldsnáms í háskóla og listnáms.
Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans í ár voru:
Framhaldsskólanám, 300.000 kr. hver:
- Ingvar Orri Jóhannesson – Flugskólinn Geirfugl
- Tinna Rún Emilsdóttir - Verzlunarskóli Íslands og Nýi tónlistarskólinn
- Viktoría Valdimarsdóttir - The Williston Northampton School
- Ýmir Hafliðason Garcia - Björknåsgymnasiet framhaldsskólinn
Grunnnám í háskóla, 500.000 kr. hver:
- Hildur Gunnarsdóttir - Háskóli Ísland
- Halla Eiríksdóttir - Brown University
- Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Harvard College
- Sonja Þorsteinsdóttir - Háskóli Íslands
Framhaldsnám í háskóla, 600.000 kr. hver:
- Henný Björk Birgisdóttir - Háskóli Reykjavíkur
- Hildur Hjörvar - Harvard University Law School
- Arnar Ágúst Kristjánsson - University of Amsterdam
- Sóllilja Bjarnadóttir - Háskóli Íslands
Listnám, 600.000 kr. hver:
- Logi Guðmundsson- San Francisco Ballet
- Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir - Tónlistarháskólinn í Osló
- Jenný Guðmundsdóttir - The American Musical and Dramatic Academy
- Bjargey Birgisdóttir - Hochschule für Musik Freiburg
Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum, afhenti styrkþegum blómvönd.
Í dómnefnd sátu Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.