Fréttir

Lið Flóa­skóla er sig­ur­veg­ari Skóla­hreysti 2024

Skólahreysti 2024
27. maí 2024

Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.

Laugalandsskóli hreppti svo þriðja sætið með 49 stig.

Fjóla Indíana Sólbergsdóttir úr Grunnskólanum austan Vatna gerði flestar armbeygjur, 53 talsins. Bryndís Óskarsdóttir, Langholtsskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 12,48 mínútur. Helgi Reynisson, Flóaskóla, bar sigur úr býtum í upphífingum en hann gerði 52 upphífingar. Svanur Bergvin Guðmundsson úr Holtaskóla átti svo flestar dýfur, alls 46. Laugalækjarskóli átt besta tímann í hraðaþrautinni en þau Lukka Gautadóttir og Daði Logason fóru brautina á 2 mínútum og 8 sekúndum.

Sigurlið Flóaskóla skipa Helgi Reynisson, Ásrún Hansdóttir, Karólína Þórbergsdóttir og David Örn Aitken Sævarsson.

Silfurlið Laugalækjarskóla skipa Þorsteinn Orri Ólafsson, Silva S. Snædahl Agnarsdóttir, Lukka Gautadóttir og Daði Logason.

Bronslið Laugalandsskóla skipa Vikar Reyr Víðisson, Esja Sigríður Nönnudóttir, Helga Fjóla Erlendsdóttir og Steindór Orri Þórbergsson.

Skólahreysti 2024

Laugalækjarskóli

Skólahreysti 2024

Laugalandsskóli

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Holtaskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Langholtsskóli, Þelamerkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hraunvallaskóli og Hagaskóli.

Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur