Fréttir

Vegna ráð­gef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins

Austurbakki
23. maí 2024

EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.

Álitið var veitt að beiðni héraðsdóms í tveimur dómsmálum sem höfðuð hafa verið gegn Landsbankanum, annars vegar, og Íslandsbanka, hins vegar. Málin varða samningsákvæði um forsendur fyrir breytingum á vöxtum fasteignalána.

EFTA-dómstóllinn dæmir ekki um gildi vaxtabreytingaákvæða í fasteignalánum hér á landi, heldur er það hlutverk íslenskra dómstóla.

Álit EFTA-dómstólsins felur m.a. í sér túlkun á ákvæði fasteignalánatilskipunar 2014/17/EBE um forsendur fyrir vaxtabreytingum fasteignalána. Það ákvæði hefur verið innleitt í íslensk lög, þ.e. lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda. Íslensku lögin hafa hins vegar jafnframt að geyma sérreglu um skilyrði fyrir vaxtabreytingum sem ekki er að finna í fasteignalánatilskipuninni.

Í ráðgefandi áliti dómstólsins er komist að þeirri niðurstöðu að til greina komi að styðjast við aðrar forsendur við vaxtabreytingar en viðmiðunarvísitölur eða viðmiðunarvexti og ættu kröfur um skýrleika, aðgengileika, hlutlægni og sannreynanleika jafnframt við um slíka þætti. Þá geri fasteignalánatilskipunin þá kröfu að skilmálar og upplýsingar sem neytanda eru veittar skuli vera formlega og málfræðilega skiljanlegar og gera neytanda kleift að skilja þá aðferð sem beitt er við ákvörðun vaxta þannig að neytandi verði í aðstöðu til að meta fjárhagslegar afleiðingar samnings fyrir sig. Í niðurstöðu dómstólsins er ekki kveðið á um að  vaxtabreytingarákvæðið í fasteignalánum Landsbankans uppfylli ekki framangreindar kröfur. Það er mat bankans að kröfur íslenskra laga þar að lútandi séu uppfylltar.

Álitið felur jafnframt í sér túlkun á tilskipun 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Sú tilskipun kveður m.a. á um kröfur um ítarlega upplýsingagjöf og skýr, hlutlæg og skiljanleg viðmið þannig að neytandi geti metið afleiðingar skilmála um fjárhagslegar skuldbindingar. EFTA-dómstóllinn tekur ekki endanlega afstöðu til þess hvort Landsbankinn hafi uppfyllt þessar kröfur. Það sé dómstóla á Íslandi að skera úr um þetta og meta áhrif þess ef þær kröfur eru ekki uppfylltar. Það er mat bankans að þær kröfur séu uppfylltar.

Umrætt dómsmál gagnvart Landsbankanum verður nú tekið til áframhaldandi meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur