Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Við­burð­ir Hönn­un­ar­Mars í Lands­bank­an­um

Hönnunarmars
18. apríl 2024

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Myndbönd af heimsóknum okkar til hönnuðanna munu birtast eitt af öðru á Youtube-rás bankans næstu daga. Það er gífurleg gróska og mikið um að vera í hönnunarsamfélaginu á Íslandi en Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Hér má sjá tvö af þeim myndböndum:

Fatahönnuðir framtíðarinnar (Young talents of Fashion Design)

Vel valdar flíkur frá hönnuðum verða til sýnis í Landsbankanum við Reykjastræti 6, þar sem gestum gefst tækifæri til að sjá og njóta handverks þeirra ásamt því að fá innsýn í vinnu þeirra og hvert fatahönnuðir framtíðarinnar stefna.

Þátttakendur:

  • Arason
  • Atli Geir Alfreðsson
  • Ása Bríet Brattaberg
  • Bosk
  • Karitas Spano
  • Tekla Sól
  • Thora Stefansdottir

Sýningin verður opin gestum og gangandi á almennum afgreiðslutíma bankans dagana 24. - 28. apríl.

Viðburður á Facebook

Hönnunarmars 2024

Sýningin lifnar við

Sýningin Fatahönnuðir framtíðarinnar lifnar við á laugardaginn í gjörningi og sýningu með fyrirsætum ásamt tónlistaratriði frá Gabríel Ólafs.

Um er að ræða samtal tísku, arkitektúrs, tónlistar og viðskipta í viðburði þar sem framúrstefnulegum hugmyndum og fatahönnun er fagnað.

Listrænn stjórnandi og framleiðandi: Anna Clausen.

Tímasetning: Laugardagurinn 27. apríl frá kl. 17:00 til 19:00.

Viðburður á Facebook

Fjárfestum í hönnun

- örerindi og pallborðsumræður um fjármagn

Hér sköpum við vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess.

Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn?

Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deila sinni sýn, svara spurningum og taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

  • Erik Rimmer, BO BEDRE, aðalritstjóri
  • Martta Louekari, JUNI, samskiptastjóri
  • Ragna Sara Jónsdóttir, FÓLK, stofnandi og listrænn stjórnandi
  • Sigga Heimis, hönnunarstjóri
  • Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, Krónan, verkefnastjóri sjálfbærnimála

Tímasetning: Föstudagurinn 26. apríl frá kl. 16.30-18:00.

Umræðurnar fara fram á ensku í Landsbankanum við Reykjastræti 6.

Sætaframboð er takmarkað og skráning nauðsynleg.

Viðburður á Facebook
Tryggðu þér sæti 

Aðrar sýningar í Reykjastræti 6

Að auki verða sex sýningar í ónotuðu verslunarrými í Reykjastræti 6, sem Landsbankinn leggur til. Sýningarnar verða opnar frá miðvikudeginum 24. apríl til sunnudagsins 28. apríl.

Hæ/Hi: Designing Friendship hópurinn, sem er samvinnuverkefni hönnuða og hönnunarteyma frá Íslandi og Seattle, tekur fyrir hluti og athafnir sem tengjast heimkomu og brottför, móttöku og kveðjustund á þriðju sýningu sinni, Hæ/Hi: Vol III | Welcome.

Þátttakendur voru spurðir hvernig hægt væri að bæta upplifunina við að koma inn á eða fara út af heimili þannig að það vekti með heimilisfólki og gestum notalegheit og ró og væri gert með vináttu og gestrisni að leiðarljósi.

Sýningin Merkileg er haldin í tengslum við vinnslu á bókinni Merki Íslands sem mun innihalda samansafn merkja sem hönnuð hafa verið á Íslandi. Við gerð bókarinnar kom fljótt í ljós að varðveisla og skráning á nöfnum hönnuða merkjanna var mjög ábótavant og eru því mörg merkin svo að segja munaðarlaus.

Á sýningunni verður því bæði reynt að varpa ljósi á mikilvægi og fjölbreytt hlutverk merkja en einnig verður leitast við að hafa uppi á hönnuðum munaðarlausu merkjanna og óskað eftir ábendingum almennings.

Þín skapandi gervigreind. Í verkinu eru styrkleikar og veikleikar gervigreindar í sköpunarferlinu rannsakaðir. Hvernig parast tæknin við mannlega eiginleika eins og upplifun á fegurð, virði og skilningi á fjölbreytilegu samhengi?

Innsýni fagnar upprennandi íslenskum fatahönnuðum með sýningaropnun á HönnunarMars þriðja árið í röð.

Hjá Innsýni er stuðningur við unga fatahönnuði hafður að leiðarljósi líkt og fyrri árin. Sýningin skapar vettvang sem gefur þessum upprennandi hönnuðum pláss til að koma sínum nýjustu fatalínum á framfæri til almennings og fréttamiðla.

Snúningur. Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverk sínu í fjölda ára og boðið milljónir farþega velkomna um borð. Nú er upprunalegu hlutverki fatnaðarins lokið en við ætlum að taka snúning á honum og finna leið til að halda ferðalaginu áfram. 

Í verkefninu nýta vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá Stúdíó Fléttu ríkan heim efniviðar úr eldri fatnaðinum, allt frá hnöppum og höttum, pífum og sylgjum til klúta og kraga. Þær taka skapandi snúning á spurningunni – getur einkennisfatnaður orðið að tösku? 

Fley er samsýning upprennandi hönnuða sem haldin verður í fyrsta skiptið á HönnunarMars í ár. Verk sýningarinnar hafa verið valin úr umsóknum sem sendar voru inn í opið kall en Félag vöru- og iðnhönnuða stendur fyrir sýningunni. Þema sýningarinnar er upprennandi hönnuðir og stóð því opna kallið til boða fyrir hönnuði sem útskrifuðust úr hönnunarnámi árið 2020 eða síðar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.