Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.035 millj­ón­ir á ár­inu 2023

Eystra horn
25. mars 2024 - Landsbankinn

Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 

Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.035 milljónum króna eftir skatta á árinu 2023, samanborið við 814 milljónir á árinu 2022.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.405 milljónum króna á árinu 2023, samanborið við 2.019 milljónir króna á árinu 2022.
  • Eigið fé í árslok 2023 var 4.118 milljónir króna samanborið við 3.783 milljónir króna í árslok 2022.
  • Í lok árs voru eignir í stýringu samtals um 472 milljarðar króna samanborið við 456 milljarða króna árið áður.
  • Í lok árs voru 21 stöðugildi í Landsbréfum, en ársverkin voru 21,7.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2023 var farsælt í rekstri Landsbréfa og sjóða þess, þrátt fyrir að mörgu leyti krefjandi aðstæður á mörkuðum og þá sérstaklega á innlendum hlutabréfamarkaði. Árið 2023 einkenndist af hárri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi, sem endurspeglaði öðrum þræði mikinn kraft í íslenska hagkerfinu. Það voru og eru enn krefjandi tímar í hagstjórn hér á landi og mikilvægt að þeir sem völdin hafa taki ábyrg skref í átt að áframhaldandi hagsæld. Nýgerðir kjarasamningar, lækkandi verðbólga og væntingar um að vaxtalækkunarferli sé að hefjast styður þá skoðun mína að hægt sé að horfa björtum augum til framtíðar. Við hjá Landsbréfum tökum alvarlega það hlutverk að ávaxta sparifé landsmanna á ábyrgan hátt og erum þakklát fyrir það traust sem þúsundir sjóðafélaga hafa sýnt Landsbréfum.“

Nánari upplýsingar á vef Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.