Fréttir
Landsbankinn lækkar vexti
15. mars 2024 - Landsbankinn
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
- Fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig.
- Fastir vextir til fimm ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig.
Vaxtabreytingar bankans taka mið af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands en einnig af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans.
Breytingarnar taka gildi 16. mars 2024.
Þú gætir einnig haft áhuga á
14. nóv. 2024
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
12. nóv. 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
11. nóv. 2024
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
8. nóv. 2024
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.
28. okt. 2024
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
15. okt. 2024
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi: