Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Grind­vík­ing­ar halda óbreytt­um vaxta­kjör­um við kaup á nýrri íbúð

Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Grindavík
22. febrúar 2024 - Landsbankinn

Samkvæmt frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi geta Grindvíkingar selt félagi í eigu ríkisins íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, þ.e. veðflutningar eru ekki heimilaðir.

Sömu vaxtakjör á jafnháu láni á föstum vöxtum

Ef viðskiptavinur er með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hefur fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fær hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldast óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losna vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála.

Lántökugjöld hjá fyrstu kaupendum felld niður

Þá hefur Landsbankinn ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða.

Geta fengið allt að 85% lán

Við vekjum líka athygli á að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geta fengið íbúðalán fyrir allt að 85% af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar má vera allt að 40% af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands.

Við aðstoðum gjarnan

Við mælum með að Grindvíkingar sem eru að velta fyrir sér hvað þau eigi að gera í fasteignamálum hafi samband við okkur til að fara yfir þá möguleika sem eru í boði varðandi íbúðalán. Það er auðvelt að panta tíma á vef bankans til að spjalla við okkur í síma, á fjarfundi eða á staðnum.

Nánari upplýsingar eru inni á upplýsingasíðu okkar fyrir Grindvíkinga.

Þú gætir einnig haft áhuga á
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.