Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sea Growth er sig­ur­veg­ari Gul­leggs­ins 2024

Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Gulleggið 2024
9. febrúar 2024

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum, afhenti sigurvegurunum eina milljón króna í verðlaun. Teymið fékk líka verðlaunagrip sem er sérstaklega hannaður er af Kamillu Henriau fyrir Gulleggið 2024.

Í öðru sæti varð FairGame, hugbúnaður sem Jóhannes Ólafur Jóhannesson og Jón Levy Guðmundsson hafa þróað til að halda utan um íþróttamót barna. Þeir nota gervigreind til að para saman lið eftir styrkleika og tryggja að upplifun barna sé í fyrsta sæti.

Í þriðja sæti lenti Thorexa, lið Þórs Tómasarsonar, Indriða Thoroddsen, Bjarna Þórs Gíslasonar og Írisar Lífar Stefánsdóttur. Thorexa notar skriflegt efni frá einstaklingum til að líka eftir ritstíl þeirra og getur m.a. svarað tölvupóstum fyrir hönd starfsfólks í fríi.

Dómnefnd skipuð átján fulltrúun frá bakhjörlum Gulleggsins valdi verðlaunateymin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir vinsælustu hugmyndina og gat almenningur greitt atkvæði á vefsíðu Gulleggsins. Fyrir valinu varð teymið Flöff – textílvinnsla sem þróar nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands.

Á Vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlaunahugmyndirnar og þær tíu stigahæstu í keppninni.

Klak - Icelandic Startups hefur staðið að keppninni árlega allt frá árinu 2008 en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Fjölmörg verkefni sem tekið hafa þátt í gegnum tíðina hafa notið mikillar velgengni, m.a. Controlant, Meniga, PayAnalytics og Genki. 

Alls bárust 67 hugmyndir í keppnina að þessu sinni og sóttu þátttakendur vinnusmiðjur, námskeið og fengu þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Efstu 10 teymunum var einnig boðið að kynna hugmyndirnar sínar fyrir starfsfólki Landsbankans, í svokallaðri „lyftukynningu“, þar sem hvert teymi hafði einungis 2 mínútur til að koma hugmyndinni sinni á framfæri. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.