Fréttir

Lands­bank­inn hef­ur sam­st­arf við Ís­lenska sjáv­ar­klas­ann

Sjávarklasinn
8. febrúar 2024

Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.

Landsbankinn mun styðja sérstaklega við nýtt verkefni sem Sjávarklasinn er að ýta úr vör, Verbúð Sjávarklasans. Verkefninu er ætlað að efla tengsl og samvinnu rótgróinna fyrirtækja í bláa hagkerfinu við frumkvöðlafyrirtæki og rannsóknar- og þróunarteymi úr háskólasamfélaginu með það fyrir augum að leysa áskoranir, auka nýtingu og efla nýsköpun.

Landsbankinn kemur að verkefninu sem styrktaraðili, auk þess sem sjávarútvegsteymi bankans mun styðja við frumkvöðla með handleiðslu og ráðgjöf.

Verkefnið er hugsað sem langtímastuðningur við öfluga frumkvöðla og hefst á því að rótgrónari fyrirtæki í samstarfsneti Sjávarklasans leggja til skilgreindar áskoranir sem þau standa frammi. Klasinn mun síðan auglýsa eftir einstaklingum eða teymum sem hafa þróað lausnir á þessum áskorunum. Lausnirnar verða metnar í samstarfi við fyrirtækin og álitlegustu teymin komast áfram í tveggja daga hakkaþon sem haldið verður á vormánuðum í samstarfi við háskóla, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið.

Sigurvegarar hakkaþonsins komast svo áfram í Verbúðina en þar býðst þeim langtímastuðningur í frumkvöðlastarfinu og lausnir þeirra verða þróaðar í samstarfi við fyrirtækin, mentora og starfsfólk Sjávarklasans.

Með þessu viljum við skapa vettvang þar sem unnið er með markvissum hætti að því að sannreyna og prófa lausnir frumkvöðla í raunheimum. Eins stuðlum við að því að lausnir sem verið er að þróa í nýsköpunarumhverfinu þjóni atvinnulífinu. Að auki verða til mikilvægar tengingar og samtal sem ætlað er að ýta undir aukna verðmætasköpun í víðum skilningi.

Á myndinni eru Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Sjávarklasans, og Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur