Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Efst­ur banka í Ánægju­vog­inni fimmta árið í röð

Ánægjuvogin
19. janúar 2024

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum súperánægð með að Landsbankinn hafi mælst efstur í bankaþjónustu fimmta árið í röð! Ég þakka viðskiptavinum okkar kærlega fyrir og sömuleiðis okkar frábæra starfsfólki sem leggur sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu sem viðskiptavinir eru ánægðir með. Mikil ánægja er sömuleiðis með Landsbankaappið sem er einfalt í notkun, öruggt og býður upp á fjölda aðgerða sem ekki er hægt að framkvæma í öðrum bankaöppum. Á meðal þeirra lausna sem hafa slegið í gegn í appinu er að spara í appi, þar sem bestu innlánsvextirnir á óbundnum reikningi eru í boði, en í fyrra fjölgaði þeim sem nota þessa frábæru og einföldu sparnaðarleið um meira en 50%!

Þótt langflestir viðskiptavinir okkar standi vel og vanskil séu í sögulegu lágmarki finnum við að margir hafa áhyggjur af háu vaxtastigi og verðbólgu, ekki síst þeir sem eru að takast á við hærri greiðslubyrði af íbúðalánum eða eru með íbúðalán á föstum vöxtum sem losna í sumar. Við vonum að sjálfsögðu að aðstæður breytist þannig að hægt verði að lækka vexti á nýjan leik og hvetjum viðskiptavini til að hafa samband til að fá góða ráðgjöf um hvaða leiðir standa til boða í lánum og sparnaði. Við erum til staðar, hvort sem er í gegnum síma, á fjarfundum eða í útibúum um allt land.

Það tekur innan við mínútu að gerast viðskiptavinur og fá þannig aðgang að framúrskarandi persónulegri þjónustu og frábærum stafrænum lausnum sem einfalda fólki lífið. Að vera efst banka í Ánægjuvoginni fimm ár í röð er okkur hvatning til að gera enn betur. Takk fyrir okkur!“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.