Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Flestir viðskiptavinir okkar hafa þegið greiðsluskjól í sex mánuði. Þá hefur bankinn stutt Grindvíkinga með ýmsum öðrum hætti, m.a. með því að fella niður gjöld vegna leiguábyrgða.
Niðurfelling vaxta og verðbóta er mjög óvenjuleg aðgerð sem við grípum til vegna þeirrar fordæmalausu stöðu sem upp er komin í Grindavík. Með því að framlengja úrræðið vonum við einnig að stjórnvöld fái nægjanlegt ráðrúm til að vinna að langtímalausn á vanda Grindvíkinga.
Við hugsum hlýtt til Grindvíkinga og starfsfólk Landsbankans mun á næstu dögum hafa samband við viðskiptavini okkar í Grindavík og aðstoða þá við að nýta sér úrræðið.