Fréttir
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags

12. janúar 2024
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 15. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
- Ekki verður hægt að framkvæma aðgerðir í netbanka og appi, s.s. greiða reikninga eða millifæra.
- Í hraðbönkum verður ekki mögulegt að framkvæma aðrar aðgerðir en að taka út peninga.
- Debetkort munu virka en staðan á reikningum sem eru tengdir við kortin mun ekki uppfærast.
- Engin áhrif verða á notkun kreditkorta.
Við vonum að þetta valdi viðskiptavinum ekki teljandi óþægindum.
Skert þjónusta við fyrirtæki og lögaðila
Lokað verður fyrir B2B tengingar viðskiptavina þar til viðhaldi lýkur.
Þú gætir einnig haft áhuga á

17. feb. 2025
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.

16. feb. 2025
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.

16. feb. 2025
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.

14. feb. 2025
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.

14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.

13. feb. 2025
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.

11. feb. 2025
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.

7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

6. feb. 2025
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.

5. feb. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.