Fréttir
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?

24. nóvember 2023
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
- Klaudia Karína Stefanska, þjónustufulltrúi í útibú Landsbankans í Grafarholti, mun fjalla um það helsta sem þú þarft að vita um möguleika í sparnaði, lífeyrismálum og húsnæðislánum.
- Agnieszka Marzok, sérfræðingur í alþjóðlegri greiðslumiðlun hjá Landsbankanum, mun fjalla um aukna hættu af netsvikum og hvernig best er að verjast þeim.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Boðið verður upp á létta hressingu í upphafi fundar.
Þú gætir einnig haft áhuga á

6. okt. 2025
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?

3. okt. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.

1. okt. 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.

29. sept. 2025
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.

25. sept. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.

23. sept. 2025
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.

19. sept. 2025
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.

17. sept. 2025
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.

15. sept. 2025
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.

10. sept. 2025
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.