Fréttir

Eng­ir vext­ir eða verð­bæt­ur af íbúðalán­um Grind­vík­inga í þrjá mán­uði

Grindavík
23. nóvember 2023

Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.

Með því að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar í Grindavík sem standa frammi fyrir mikill óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Samkomulag milli bankanna þriggja um þessa aðgerð stuðlar að jafnræði á milli lántaka.

Niðurfellingin nær til nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af heildarlánum að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán eða samanlögð íbúðalán yfir 50 milljónum króna miðast niðurfellingin við að hámarki vaxta og verðbóta af 50 milljón króna láni.

Liður í heildstæðari lausn

Í síðustu viku kynntum við það úrræði að allir viðskiptavinir Landsbankans í Grindavík geta frestað afborgunum af íbúðalánunum sínum í sex mánuði og farið þannig í greiðsluskjól. Samhliða vorum við einnig með frekari aðgerðir til skoðunar og bankinn hefur tekið þátt í undirbúningi að heildstæðari lausn með aðkomu stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggjenda. Niðurfelling vaxta og verðbóta í þrjá mánuði er liður í slíkri lausn sem gert er ráð fyrir að verði kynnt betur á næstu dögum.

Greiðsluskjól af íbúðaláni í sex mánuði

Sex mánuða greiðsluskjól stuðlar að því að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm en í greiðsluskjóli greiða viðskiptavinir engar afborganir, vexti eða verðbætur af íbúðaláninu sínu. Vöxtum sem er frestað er bætt við höfuðstól lánsins tólf mánuðum eftir að greiðsluskjólið hefst. Vaxtagreiðslur sem frestast bera ekki vexti fyrr en að 12 mánuðum liðnum. Lánstíminn lengist um þann tíma sem greiðsluskjólið varir. Hægt er að stytta greiðsluskjólið hvenær sem er á lánstímanum.

Afar einfalt er að óska eftir greiðsluskjóli í appinu og eru nánari upplýsingar um það hér á vefnum.

Við tökum vel á móti þér

Við hvetjum alla Grindvíkinga til að hafa samband við okkur vanti þá frekari útskýringar á þessum úrræðum eða til að fara betur yfir fjármálin. Við tökum vel á móti ykkur í næsta útibúi, í síma eða á fjarfundum.

Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið. Við munum áfram fylgjast með stöðunni og styðja við Grindvíkinga með ýmsum hætti.

Við finnum lausnir fyrir þig - Upplýsingar fyrir Grindvíkinga

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur