Fréttir

Eng­ir vext­ir eða verð­bæt­ur af íbúðalán­um Grind­vík­inga í þrjá mán­uði

Grindavík
23. nóvember 2023

Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.

Með því að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar í Grindavík sem standa frammi fyrir mikill óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Samkomulag milli bankanna þriggja um þessa aðgerð stuðlar að jafnræði á milli lántaka.

Niðurfellingin nær til nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af heildarlánum að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán eða samanlögð íbúðalán yfir 50 milljónum króna miðast niðurfellingin við að hámarki vaxta og verðbóta af 50 milljón króna láni.

Liður í heildstæðari lausn

Í síðustu viku kynntum við það úrræði að allir viðskiptavinir Landsbankans í Grindavík geta frestað afborgunum af íbúðalánunum sínum í sex mánuði og farið þannig í greiðsluskjól. Samhliða vorum við einnig með frekari aðgerðir til skoðunar og bankinn hefur tekið þátt í undirbúningi að heildstæðari lausn með aðkomu stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggjenda. Niðurfelling vaxta og verðbóta í þrjá mánuði er liður í slíkri lausn sem gert er ráð fyrir að verði kynnt betur á næstu dögum.

Greiðsluskjól af íbúðaláni í sex mánuði

Sex mánuða greiðsluskjól stuðlar að því að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm en í greiðsluskjóli greiða viðskiptavinir engar afborganir, vexti eða verðbætur af íbúðaláninu sínu. Vöxtum sem er frestað er bætt við höfuðstól lánsins tólf mánuðum eftir að greiðsluskjólið hefst. Vaxtagreiðslur sem frestast bera ekki vexti fyrr en að 12 mánuðum liðnum. Lánstíminn lengist um þann tíma sem greiðsluskjólið varir. Hægt er að stytta greiðsluskjólið hvenær sem er á lánstímanum.

Afar einfalt er að óska eftir greiðsluskjóli í appinu og eru nánari upplýsingar um það hér á vefnum.

Við tökum vel á móti þér

Við hvetjum alla Grindvíkinga til að hafa samband við okkur vanti þá frekari útskýringar á þessum úrræðum eða til að fara betur yfir fjármálin. Við tökum vel á móti ykkur í næsta útibúi, í síma eða á fjarfundum.

Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið. Við munum áfram fylgjast með stöðunni og styðja við Grindvíkinga með ýmsum hætti.

Við finnum lausnir fyrir þig - Upplýsingar fyrir Grindvíkinga

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur