Fréttir
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt fimmtudags
22. nóvember 2023 - Landsbankinn
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt fimmtudagsins 23. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 4.00.
- Ekki verður hægt að framkvæma aðgerðir í netbanka og appi, s.s. greiða reikninga eða millifæra.
- Í hraðbönkum verður ekki mögulegt að framkvæma aðrar aðgerðir en að taka út peninga.
- Debetkort munu virka en staðan á reikningum sem eru tengdir við kortin mun ekki uppfærast.
- Engin áhrif verða á notkun kreditkorta.
Við bendum á að þótt viðhaldinu eigi að vera lokið um kl. 4.00 á fimmtudagsmorgun er mögulegt að truflanir vari lengur. Við vonum að þetta valdi viðskiptavinum ekki teljandi óþægindum.
Skert þjónusta við fyrirtæki og lögaðila
- Á meðan á viðhaldinu stendur verður kröfupotturinn lokaður og ekki verður hægt að stofna, breyta eða eyða kröfum.
- Þjónustuskerðingin tekur einnig til þeirra B2B-skeyta sem tengjast ofangreindum aðgerðum.
Þú gætir einnig haft áhuga á
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
30. sept. 2024
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
25. sept. 2024
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
25. sept. 2024
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
23. sept. 2024
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
20. sept. 2024
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
5. sept. 2024
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.