Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hluta­fjárút­boð Ís­fé­lags hf.

Togari við Vestmannaeyjar
22. nóvember 2023 - Landsbankinn

Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til frekari sóknar.

Helstu upplýsingar um almennt hlutafjárútboð og fyrirhugaða töku til viðskipta á Aðalmarkaði

  • Boðnir verða til sölu í almennu útboði 118.923.851 þegar útgefnir hlutir í félaginu, sem jafngildir 14,53% af heildarhlutafé félagsins.
  • Almenna útboðið skiptist í tvær áskriftarbækur, áskriftarbók A þar sem 23.784.770 hlutir verða boðnir til sölu á föstu verði 135 kr. á hlut og áskriftarbók B þar sem 95.139.081 hlutir verða boðnir til sölu á lágmarksverði 135 kr. á hlut.
  • Áskriftartímabil hefst kl. 10.00 að íslenskum tíma þann 23. nóvember og stendur til kl. 14.00 þann 1. desember 2023.
  • Nánari upplýsingar um útboðið og skilmála sem um það gilda má finna í lýsingu Ísfélags, sem er staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og birt í dag, 22. nóvember 2023.
  • Sótt hefur verið um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði verði þann 8. desember nk., að því gefnu að umsókn félagsins verði samþykkt af Nasdaq Iceland fyrir þann tíma.

Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags:

„Skráning Ísfélags á Aðalmarkað hefur það að markmiði að efla grundvöll fyrir frekari vöxt fyrirtækisins. Við teljum að fjölbreyttari hópur fjárfesta styrki framtíðarsýn og rekstur félagsins til lengri tíma. Saman getum við sótt fram og nýtt fjölmörg tækifæri sem við stöndum frammi fyrir. Fjölbreytt og góð samsetning á aflaheimildum mun auka stöðugleika í veiðum og vinnslu og ábata í rekstri. Traust fjárhagsstaða Ísfélags skapar svigrúm til sóknar og styður við spennandi tækifæri í dóttur- og hlutdeildarfélögum.“

Um Ísfélag hf.

  • Ísfélag er elsta starfandi hlutafélag landsins, stofnað 1. desember 1901.
  • Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi í Fjallabyggð sameinuðust fyrr á árinu og var nafni félagins þá breytt í Ísfélag.
  • Starfsemi félagsins er á fjórum stöðum: Í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn á Langanesi. Alls eru hjá félaginu 374 stöðugildi til sjós og lands.
  • Félagið gerir út fjögur uppsjávarskip, einn frystitogara, þrjú bolfiskskip og einn krókabát.
  • Helstu afurðir félagsins eru frosnar uppsjávarafurðir, fiskimjöl og lýsi, rækju og frystar og ferskar bolfiskafurðir.
  • Töluvert hefur verið fjárfest í skipum og landvinnslu í þeim tilgangi að auka framlegð, afkastagetu og hagkvæmni. Dæmi um nýlegar fjárfestingar eru hrognatankar og hrognavinnsluhús í Vestmannaeyjum, tvö uppsjávarveiðiskip, frysitogari og aukin afkastageta í fiskvinnslum félagsins. Þá hefur félagið ísfisktogarann Sigurbjörgu í smíðum, sem tekinn verður í notkun árið 2024 og leysir af hólmi þrjú eldri skip.
  • Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi Ísfélags og áhersla er lögð á góða umgengni um auðlindir sjávar og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið þeirra til framtíðar.
  • EBITDA framlegð Ísfélags hefur að jafnaði verið hærri en EBITDA framlegð sjávarútvegsins í heild. Rekstrartekjur sameinaðs félags námu um 252 milljónum USD árið 2022 og EBITDA 95 milljónum USD. Afkomuspá Ísfélags fyrir 2023 gerir ráð fyrir EBITDA upp á 77 – 83 milljónir USD. Samlegðaráhrif af sameiningu félaganna tveggja er talin skila um 5 milljónum USD í rekstrarlegum ábata árið 2024.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins er 62% sem myndar sterkan grunn til arðgreiðslna og frekari fjárfestinga.
  • Félagið heldur á 8,9% af aflaheimildum en hámarkið, skv. lögum, er 12% og því eru til staðar tækifæri til vaxtar.
  • Stjórn félagsins hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem segir að arður skuli nema að lágmarki 30% hagnaðar næstliðins rekstrarárs, þó með tilliti til þess að eiginfjárhlutfall fari ekki undir 50% við greiðslu arðs.
  • Spennandi vaxtartækifæri eru til staðar hjá dóttur- og hlutdeildarfélögum Ísfélags:
    - Ísfélag á 16,2% óbeinan eignarhlut í Ice Fish Farm sem stundar laxeldi og stefnir á 30 þúsund tonna árlega framleiðslu.
    - Félagið á allt hlutafé í Primex ehf. sem framleiðir einkaleyfavarið hágæða kítósan úr rækjuskel. Félagið framleiðir m.a. vörur undir nafninu ChitoCare Medical sem m.a. hafa sýnt græðandi virkni á bæði gömul og ný sár af völdum sykursýki í rannsóknum. ChitoCare hefur hlotið lækningaleyfi í Evrópu og er unnið að leyfi í Bandaríkjunum.
    - Ísfélag heldur á 33% hlut í Pelagic Greenland sem gerir út öflugt uppsjávarfrystiskip frá Grænlandi. Afli skipsins var 25 þúsund tonn árið 2022, þar af um helmingur loðna. Aflinn í ár stefnir í 27 þúsund tonn.
    - Ein af fjárfestingum Ísfélags er 7,5% eignarhlutur í Vaxa Technologies sem framleiðir smáþörunga með koltvísýringi frá borholum OR, hitastýrðu vatni og ljósi. Þörungarnir eru nýttir í ýmsar afurðir svo sem fæðubótarefni, fóður fyrir klak seiðastöðva, litarefni og prótein.
  • Eftir töku hlutabréfa Ísfélags til viðskipta verður um þriðjungur aflaheimilda í íslenskri fiskveiðilögsögu í eigu hlutafélaga sem skráð eru á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar

Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. hafa umsjón með almenna útboðinu og töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.

Nánari upplýsingar um Ísfélag, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 22. nóvember 2023 auk fjárfestakynningar sem birt hefur verið á www.isfelag.is/fjarfestar.

Upplýsingar og tæknilega aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá eftirfarandi aðilum dagana 23. nóvember til 1. desember 2023:

Efni og gögn útboðs Ísfélags

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.