Skert þjónusta vegna kvennaverkfalls 24. október
81% starfsfólks í útibúum Landsbankans eru konur og munu margar þeirra taka þátt í kvennaverkfallinu á morgun, þriðjudaginn 24. október, og leggja niður störf í heilan dag.
Vegna verkfalls kvenna og kvára verða útibú og afgreiðslur bankans því lokuð á þriðjudaginn.
Þjónustuverið okkar er opið sem og netspjall á vef bankans en vegna fáliðunar er viðbúið að bið eftir þjónustu verði lengri en vanalega.
Við minnum á appið og netbankann þar sem hægt er að ljúka nánast öllum bankaerindum.