Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Fjöl­breytt dag­skrá á Menn­ing­arnótt í Reykja­stræti og Aust­ur­stræti

Menningarnótt
15. ágúst 2023

Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Við bjóðum gestum Menningarnætur að koma í heimsókn í nýtt húsnæði bankans í Reykjastræti 6 og að njóta myndlistar á nýrri sýningu á verkum í eigu bankans í Austurstræti 11.

Barnaskemmtun og tónleikar

Mikið verður um að vera í Reykjastræti 6 en þar verður skemmtun fyrir börnin, karlakór flytur söngperlur og Diljá flytur tónlist.

Dagskrá:

  • 15.00 - Bestu lög barnanna. Sylvía Erla og Árni Benedikt hafa gert sjónvarpsþætti fyrir Sjónvarp Símans Premium þar sem þau syngja og dansa með söngelskum börnum. Það ætla þau líka að gera í bankanum á Menningarnótt.
  • 16.00 - Karlakórinn Esja fagnar á þessu ári 10 ára starfsafmæli. Kórinn ætlar ekki bara að syngja í bankanum heldur einnig á meðan hlauparar í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons hlaupa um Ægissíðuna.
  • 17.00 – Diljá Pétursdóttir skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún bar sigur úr býtum í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar og stóð sig síðan með mikilli prýði í úrslitunum í Liverpool.

Myndlistasýning í Austurstræti

Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11.

  • Á Menningarnótt stendur sýningin frá kl. 11.00 – 17.00 en eftir það verður hún opin á afgreiðslutíma útibúsins.

Sýningin nefnist Hringrás og sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi.

Sýningin Hringrás mun standa yfir þar til útibúið í Austurstræti lokar og færist yfir í nýtt húsnæði bankans við Reykjastræti 6 sem áætlað er að verði í september.

Hönnunarganga um Reykjastræti 6

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans verður með fjórar leiðsagðar ferðir um Reykjastræti 6. Göngurnar voru auglýstar á Facebook-síðu bankans og eru nú allar fullbókaðar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.