Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Fjöl­breytt dag­skrá á Menn­ing­arnótt í Reykja­stræti og Aust­ur­stræti

Menningarnótt
15. ágúst 2023

Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Við bjóðum gestum Menningarnætur að koma í heimsókn í nýtt húsnæði bankans í Reykjastræti 6 og að njóta myndlistar á nýrri sýningu á verkum í eigu bankans í Austurstræti 11.

Barnaskemmtun og tónleikar

Mikið verður um að vera í Reykjastræti 6 en þar verður skemmtun fyrir börnin, karlakór flytur söngperlur og Diljá flytur tónlist.

Dagskrá:

  • 15.00 - Bestu lög barnanna. Sylvía Erla og Árni Benedikt hafa gert sjónvarpsþætti fyrir Sjónvarp Símans Premium þar sem þau syngja og dansa með söngelskum börnum. Það ætla þau líka að gera í bankanum á Menningarnótt.
  • 16.00 - Karlakórinn Esja fagnar á þessu ári 10 ára starfsafmæli. Kórinn ætlar ekki bara að syngja í bankanum heldur einnig á meðan hlauparar í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons hlaupa um Ægissíðuna.
  • 17.00 – Diljá Pétursdóttir skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún bar sigur úr býtum í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar og stóð sig síðan með mikilli prýði í úrslitunum í Liverpool.

Myndlistasýning í Austurstræti

Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11.

  • Á Menningarnótt stendur sýningin frá kl. 11.00 – 17.00 en eftir það verður hún opin á afgreiðslutíma útibúsins.

Sýningin nefnist Hringrás og sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi.

Sýningin Hringrás mun standa yfir þar til útibúið í Austurstræti lokar og færist yfir í nýtt húsnæði bankans við Reykjastræti 6 sem áætlað er að verði í september.

Hönnunarganga um Reykjastræti 6

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans verður með fjórar leiðsagðar ferðir um Reykjastræti 6. Göngurnar voru auglýstar á Facebook-síðu bankans og eru nú allar fullbókaðar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.