Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sjö áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

13. júlí 2023

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Þrjú verkefni hlutu styrk upp á tvær milljónir króna og fjögur verkefni hlutu styrk upp á eina milljón. Alls bárust 40 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2023:

Consent Energy ehf.

Consent Energy ehf. hlaut tveggja milljón króna styrk. Consent Energy vinnur að vísindalegri úttekt á sorpvinnslu með gösun á Norðurlandi.

Markmiðið er að vinna að orkuskiptum og framleiða vistvænt eldsneyti (e. synthetic) til notkunar innanlands.

Þetta eldsneyti gæti gert skipaflotann á Norðurlandi kolefnisfrían og verið þannig mikilvægt skref í orkuskiptum á Íslandi.

Gerosion ehf.

Gerosion hlaut eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun AISiment umhverfisvænu steinlími sem þjónar sama tilgangi og sement.

AlSiment er ólífrænt bindiefni byggt á geopolymer tækni, en umhverfisáhrif þess eru um 70% lægri en sements.

Byggingariðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi og á framleiðsla sements stóran þátt í því.

Hefring ehf.

Hefring hlaut eina milljón króna í styrk fyrir vinnu sem miðar að því að draga úr koltvísýringslosun smábáta með því að smíða gervigreindarkerfi sem dregur úr eldsneytisnotkun.

Hefring ehf. hefur unnið að því í samvinnu við Landssamband smábátaeiganda að kanna hvort megi draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings við strandveiðar.

Jakar ehf.

Jakar hlutu eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun Ísar ofurjeppa sem ganga fyrir hreinni orku. Jeppana er hægt að nota utan malbiks og er verkefninu ætlað að styðja við orkuskipti tækja sem er t.d. notuð á hálendinu, við ýmsan ferðaiðnað og björgunarstörf.

On to something ehf.

On to something  hlaut milljón króna styrk til að þróa áfram viðskiptavettvang sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásahagkerfið með gagnagrunni og gagnaveitu sem veitir yfirsýn og aðgengi að upplýsingum um afgangs-og hliðarafurðir.

On to Something veitir samanburð á þjónustu og viðskiptakjörum á úrgangsmarkaði og einfaldar rekstraraðilum flóknar ákvarðanir. 

Orb. ehf.

Orb hlýtur tveggja milljón króna styrk til að þróa tölvusjónarlausn til að taka út mælireiti í skógum með síma. Þetta er gert til að lækka kostnað við skógarúttektir og vottun kolefnisverkefna í nýskógrækt um 90%.

Tölvusjón og gervigreind eru nýtt til að skanna mælireitina með síma og hafa leiðandi aðilar í skógarúttektum í Skotlandi sýnt tækninni mikinn áhuga.

SaltGagn

SaltGagn hlýtur tveggja milljón króna styrk til að vinna að þróun tæknilegra lausna á sviði nýtingar lágvarma glatvarma til framleiðslu á iðnaðarsalti til hálkuvarna.

SaltGagn er í samstarfi við þýska félagið BeonData sem rekur gagnaver en félagið hefur gert orkusamning við HS Orku og áformar að setja upp gagnaverseiningar (e. smart datacenters) á Reykjanesi í sumar. Lausnir SaltGagns munu tengjast við gagnaverseiningar og fullnýta þann glatvarma frá starfseminni við framleiðslu á iðnaðarsaltinu.

Í úthlutunarnefnd 2023 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.