Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sjö áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

13. júlí 2023

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Þrjú verkefni hlutu styrk upp á tvær milljónir króna og fjögur verkefni hlutu styrk upp á eina milljón. Alls bárust 40 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2023:

Consent Energy ehf.

Consent Energy ehf. hlaut tveggja milljón króna styrk. Consent Energy vinnur að vísindalegri úttekt á sorpvinnslu með gösun á Norðurlandi.

Markmiðið er að vinna að orkuskiptum og framleiða vistvænt eldsneyti (e. synthetic) til notkunar innanlands.

Þetta eldsneyti gæti gert skipaflotann á Norðurlandi kolefnisfrían og verið þannig mikilvægt skref í orkuskiptum á Íslandi.

Gerosion ehf.

Gerosion hlaut eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun AISiment umhverfisvænu steinlími sem þjónar sama tilgangi og sement.

AlSiment er ólífrænt bindiefni byggt á geopolymer tækni, en umhverfisáhrif þess eru um 70% lægri en sements.

Byggingariðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi og á framleiðsla sements stóran þátt í því.

Hefring ehf.

Hefring hlaut eina milljón króna í styrk fyrir vinnu sem miðar að því að draga úr koltvísýringslosun smábáta með því að smíða gervigreindarkerfi sem dregur úr eldsneytisnotkun.

Hefring ehf. hefur unnið að því í samvinnu við Landssamband smábátaeiganda að kanna hvort megi draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings við strandveiðar.

Jakar ehf.

Jakar hlutu eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun Ísar ofurjeppa sem ganga fyrir hreinni orku. Jeppana er hægt að nota utan malbiks og er verkefninu ætlað að styðja við orkuskipti tækja sem er t.d. notuð á hálendinu, við ýmsan ferðaiðnað og björgunarstörf.

On to something ehf.

On to something  hlaut milljón króna styrk til að þróa áfram viðskiptavettvang sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásahagkerfið með gagnagrunni og gagnaveitu sem veitir yfirsýn og aðgengi að upplýsingum um afgangs-og hliðarafurðir.

On to Something veitir samanburð á þjónustu og viðskiptakjörum á úrgangsmarkaði og einfaldar rekstraraðilum flóknar ákvarðanir. 

Orb. ehf.

Orb hlýtur tveggja milljón króna styrk til að þróa tölvusjónarlausn til að taka út mælireiti í skógum með síma. Þetta er gert til að lækka kostnað við skógarúttektir og vottun kolefnisverkefna í nýskógrækt um 90%.

Tölvusjón og gervigreind eru nýtt til að skanna mælireitina með síma og hafa leiðandi aðilar í skógarúttektum í Skotlandi sýnt tækninni mikinn áhuga.

SaltGagn

SaltGagn hlýtur tveggja milljón króna styrk til að vinna að þróun tæknilegra lausna á sviði nýtingar lágvarma glatvarma til framleiðslu á iðnaðarsalti til hálkuvarna.

SaltGagn er í samstarfi við þýska félagið BeonData sem rekur gagnaver en félagið hefur gert orkusamning við HS Orku og áformar að setja upp gagnaverseiningar (e. smart datacenters) á Reykjanesi í sumar. Lausnir SaltGagns munu tengjast við gagnaverseiningar og fullnýta þann glatvarma frá starfseminni við framleiðslu á iðnaðarsaltinu.

Í úthlutunarnefnd 2023 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.