Fréttir

Sjö áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

13. júlí 2023

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í annað sinn í vikunni sem leið. Sjö áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Þrjú verkefni hlutu styrk upp á tvær milljónir króna og fjögur verkefni hlutu styrk upp á eina milljón. Alls bárust 40 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2023:

Consent Energy ehf.

Consent Energy ehf. hlaut tveggja milljón króna styrk. Consent Energy vinnur að vísindalegri úttekt á sorpvinnslu með gösun á Norðurlandi.

Markmiðið er að vinna að orkuskiptum og framleiða vistvænt eldsneyti (e. synthetic) til notkunar innanlands.

Þetta eldsneyti gæti gert skipaflotann á Norðurlandi kolefnisfrían og verið þannig mikilvægt skref í orkuskiptum á Íslandi.

Gerosion ehf.

Gerosion hlaut eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun AISiment umhverfisvænu steinlími sem þjónar sama tilgangi og sement.

AlSiment er ólífrænt bindiefni byggt á geopolymer tækni, en umhverfisáhrif þess eru um 70% lægri en sements.

Byggingariðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi og á framleiðsla sements stóran þátt í því.

Hefring ehf.

Hefring hlaut eina milljón króna í styrk fyrir vinnu sem miðar að því að draga úr koltvísýringslosun smábáta með því að smíða gervigreindarkerfi sem dregur úr eldsneytisnotkun.

Hefring ehf. hefur unnið að því í samvinnu við Landssamband smábátaeiganda að kanna hvort megi draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings við strandveiðar.

Jakar ehf.

Jakar hlutu eina milljón króna í styrk til að vinna að þróun Ísar ofurjeppa sem ganga fyrir hreinni orku. Jeppana er hægt að nota utan malbiks og er verkefninu ætlað að styðja við orkuskipti tækja sem er t.d. notuð á hálendinu, við ýmsan ferðaiðnað og björgunarstörf.

On to something ehf.

On to something  hlaut milljón króna styrk til að þróa áfram viðskiptavettvang sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásahagkerfið með gagnagrunni og gagnaveitu sem veitir yfirsýn og aðgengi að upplýsingum um afgangs-og hliðarafurðir.

On to Something veitir samanburð á þjónustu og viðskiptakjörum á úrgangsmarkaði og einfaldar rekstraraðilum flóknar ákvarðanir. 

Orb. ehf.

Orb hlýtur tveggja milljón króna styrk til að þróa tölvusjónarlausn til að taka út mælireiti í skógum með síma. Þetta er gert til að lækka kostnað við skógarúttektir og vottun kolefnisverkefna í nýskógrækt um 90%.

Tölvusjón og gervigreind eru nýtt til að skanna mælireitina með síma og hafa leiðandi aðilar í skógarúttektum í Skotlandi sýnt tækninni mikinn áhuga.

SaltGagn

SaltGagn hlýtur tveggja milljón króna styrk til að vinna að þróun tæknilegra lausna á sviði nýtingar lágvarma glatvarma til framleiðslu á iðnaðarsalti til hálkuvarna.

SaltGagn er í samstarfi við þýska félagið BeonData sem rekur gagnaver en félagið hefur gert orkusamning við HS Orku og áformar að setja upp gagnaverseiningar (e. smart datacenters) á Reykjanesi í sumar. Lausnir SaltGagns munu tengjast við gagnaverseiningar og fullnýta þann glatvarma frá starfseminni við framleiðslu á iðnaðarsaltinu.

Í úthlutunarnefnd 2023 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur