Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

First Water lýk­ur 12,3 millj­arða fjár­mögn­un

First Water
4. júlí 2023

Hlutafjáraukningu First Water hf., sem áður hét Landeldi hf. og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, er lokið. Fjárfestar skráðu sig fyrir alls um 82 milljónum evra, eða um 12,3 milljörðum króna, í nýju hlutafé. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. Framtakssjóðurinn Horn IV ásamt breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta á borð við lífeyrissjóði og einkafjárfesta koma nýir að félaginu. Hlutafjárkaup að fjárhæð um 2,5 milljarðar er háð endanlegu samþykki hjá stjórn kaupenda. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist umsjón hlutafjáraukningarinnar.

Með hlutafjáraukningunni er fjármögnun uppbyggingar fyrsta áfanga landeldisstöðvar First Water tryggð. Framleiðslugeta fyrsta áfanga verður um 8 þúsund tonn af laxi á ári en áætlanir First Water miða við að heildarframleiðsla verði að lokum um 50 þúsund tonn og að uppbyggingu verði lokið árið 2028. Áformað er að skrá First Water á hlutabréfamarkað 2025 og sækja samhliða skráningu aukið fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar.

Félagið, sem til skamms tíma gekk undir nafninu Landeldi hf., hefur tekið upp nýtt heiti; „First Water – Salmon from Iceland”. Nafnið sækir uppruna sinn í gæðaflokkun gimsteina, en tærasti flokkur gimsteina kallast „first water”, líkt og hið tærasta vatn. Með nafninu er vísað til þeirra miklu vatnsgæða sem landeldisstöð First Water býr að í Þorlákshöfn, bæði af hendi náttúrunnar og fyrir tilstuðlan einstaks tæknibúnaðar First Water. Sú staðreynd að nær öll framleiðsla félagsins verður seld erlendis skýrir að enskt nafn hafi orðið fyrir valinu.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water:

„Það rekur hver stóráfanginn annan hjá félaginu þessa dagana. Það er mjög ánægjulegt að sjá mikinn áhuga fjárfesta, bæði nýrra og núverandi, á félaginu og við bjóðum fjölda nýrra hluthafa sérstaklega velkomna í hópinn. Við erum með frábært verkefni í höndunum og það endurspeglast í því að við erum ljúka vel heppnaðri hlutafjáraukningu, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Þá höfum við nýlega lokið okkar fyrstu slátrun og selt og sent okkar fyrstu afurðir til erlendra kaupenda, sem voru gríðarlega stórir áfangar. Viðbrögð kaupenda og neytenda voru framar vonum okkar og það er ljóst að markaðurinn kallar eftir gæðahráefni á borð við okkar, þar sem hreinleiki og sjálfbærni framleiðslunnar er með því besta sem þekkist. Loks erum við að ýta úr vör nýju heiti félagsins og vörumerki; First Water – Salmon from Iceland. Nafnið undirstrikar kjarna málsins, hin óviðjafnanlegu vatnsgæði sem laxinn okkar dafnar vel í, og mun nýtast okkur vel á erlendum mörkuðum. Það er því full ástæða til bjartsýni og við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“

Um First Water

First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar. Nálægð við flutningsleiðir tryggir síðan ferskar afurðir í hæsta gæðaflokki á helstu markaði erlendis. Félagið hefur lokið umhverfismati og hefur öðlast öll leyfi til að ala árlega um 8 þúsund tonn af laxi, en markmið félagsins er að framleiðslugeta félagsins verði á endanum um 50 þúsund tonn á ári. Alls eru nú um 1,8 milljónir laxa í seiða- og áframeldisstöðvum First Water. Fyrsta slátrun fór fram í maí 2023 og næsta uppskera er áætluð í ágúst 2023. Hluthafar First Water eru um 115 talsins eftir hlutafjáraukninguna. Meðal hluthafa eru frumkvöðlar, stjórnendur og starfsmenn, auk einka- og stofnanafjárfesta. Stærsti hluthafi First Water er fjárfestingafélagið Stoðir hf.

Vefsíða First Water

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.