Fréttir

First Water lýk­ur 12,3 millj­arða fjár­mögn­un

First Water
4. júlí 2023

Hlutafjáraukningu First Water hf., sem áður hét Landeldi hf. og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, er lokið. Fjárfestar skráðu sig fyrir alls um 82 milljónum evra, eða um 12,3 milljörðum króna, í nýju hlutafé. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. Framtakssjóðurinn Horn IV ásamt breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta á borð við lífeyrissjóði og einkafjárfesta koma nýir að félaginu. Hlutafjárkaup að fjárhæð um 2,5 milljarðar er háð endanlegu samþykki hjá stjórn kaupenda. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist umsjón hlutafjáraukningarinnar.

Með hlutafjáraukningunni er fjármögnun uppbyggingar fyrsta áfanga landeldisstöðvar First Water tryggð. Framleiðslugeta fyrsta áfanga verður um 8 þúsund tonn af laxi á ári en áætlanir First Water miða við að heildarframleiðsla verði að lokum um 50 þúsund tonn og að uppbyggingu verði lokið árið 2028. Áformað er að skrá First Water á hlutabréfamarkað 2025 og sækja samhliða skráningu aukið fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar.

Félagið, sem til skamms tíma gekk undir nafninu Landeldi hf., hefur tekið upp nýtt heiti; „First Water – Salmon from Iceland”. Nafnið sækir uppruna sinn í gæðaflokkun gimsteina, en tærasti flokkur gimsteina kallast „first water”, líkt og hið tærasta vatn. Með nafninu er vísað til þeirra miklu vatnsgæða sem landeldisstöð First Water býr að í Þorlákshöfn, bæði af hendi náttúrunnar og fyrir tilstuðlan einstaks tæknibúnaðar First Water. Sú staðreynd að nær öll framleiðsla félagsins verður seld erlendis skýrir að enskt nafn hafi orðið fyrir valinu.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water:

„Það rekur hver stóráfanginn annan hjá félaginu þessa dagana. Það er mjög ánægjulegt að sjá mikinn áhuga fjárfesta, bæði nýrra og núverandi, á félaginu og við bjóðum fjölda nýrra hluthafa sérstaklega velkomna í hópinn. Við erum með frábært verkefni í höndunum og það endurspeglast í því að við erum ljúka vel heppnaðri hlutafjáraukningu, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Þá höfum við nýlega lokið okkar fyrstu slátrun og selt og sent okkar fyrstu afurðir til erlendra kaupenda, sem voru gríðarlega stórir áfangar. Viðbrögð kaupenda og neytenda voru framar vonum okkar og það er ljóst að markaðurinn kallar eftir gæðahráefni á borð við okkar, þar sem hreinleiki og sjálfbærni framleiðslunnar er með því besta sem þekkist. Loks erum við að ýta úr vör nýju heiti félagsins og vörumerki; First Water – Salmon from Iceland. Nafnið undirstrikar kjarna málsins, hin óviðjafnanlegu vatnsgæði sem laxinn okkar dafnar vel í, og mun nýtast okkur vel á erlendum mörkuðum. Það er því full ástæða til bjartsýni og við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“

Um First Water

First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar. Nálægð við flutningsleiðir tryggir síðan ferskar afurðir í hæsta gæðaflokki á helstu markaði erlendis. Félagið hefur lokið umhverfismati og hefur öðlast öll leyfi til að ala árlega um 8 þúsund tonn af laxi, en markmið félagsins er að framleiðslugeta félagsins verði á endanum um 50 þúsund tonn á ári. Alls eru nú um 1,8 milljónir laxa í seiða- og áframeldisstöðvum First Water. Fyrsta slátrun fór fram í maí 2023 og næsta uppskera er áætluð í ágúst 2023. Hluthafar First Water eru um 115 talsins eftir hlutafjáraukninguna. Meðal hluthafa eru frumkvöðlar, stjórnendur og starfsmenn, auk einka- og stofnanafjárfesta. Stærsti hluthafi First Water er fjárfestingafélagið Stoðir hf.

Vefsíða First Water

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur