Fréttir

Sex­tán framúrsk­ar­andi náms­menn hljóta styrk

22. júní 2023

Sextán framúrskarandi námsmenn hlutu námsstyrki Landsbankans við úthlutun úr Samfélagssjóði bankans í gær. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fjórða skipti og nam heildarupphæð námsstyrkjanna átta milljónum króna.

Alls bárust yfir 550 umsóknir í ár.

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi og til listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2023

Framhaldsskólanám

  • Anna Lára Grétarsdóttir - Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
  • Kristinn Rúnar Þórarinsson – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
  • Róbert Dennis Solomon – Verzlunarskóli Íslands
  • Álfrún Diljá Kristínardóttir – Fjölbrautaskóli Suðurlands

Listnám

  • Sigrún Perla Gísladóttir – Sjálfbærniarkitektúr við Arkitektarskólann í Árósum
  • Vera Hjördís Matsdóttir – Klassískur söngur við Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag
  • Ásgerður Birna Björnsdóttir – Myndlist við University of Applied Sciences and Art Northwestern Switzerland í Basel
  • Sara Rós Hulda Róbertsdóttir – Tónsmíðar og hornleikur við Listaháskóla Íslands

Grunnám á háskólastigi

  • Steinunn Helga Björgólfsdóttir – Lögfræði við Háskóla Íslands
  • Jón Valur Björnsson – Stærðfræði við Háskóla Íslands
  • Kristín Helga Hákonardóttir – Taugavísindi við Harvard College
  • Óðinn Andrason – Verkfræði við Háskóla Íslands

Framhaldsnám á háskólastigi

  • Óttar Snær Yngvason – Meistaranám í rafmagnsverkfræði við Stanford University
  • Númi Sveinsson Cepero – Doktorsnám í lífvélaverkfræði við University of California
  • Jón Kristinn Einarsson – Doktorsnám í sagnfræði við University of Chicago
  • Áshildur Friðriksdóttir – Meistaranám í verklegri efnisfræði við Stanford University

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur