Fréttir

Sex­tán framúrsk­ar­andi náms­menn hljóta styrk

22. júní 2023

Sextán framúrskarandi námsmenn hlutu námsstyrki Landsbankans við úthlutun úr Samfélagssjóði bankans í gær. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fjórða skipti og nam heildarupphæð námsstyrkjanna átta milljónum króna.

Alls bárust yfir 550 umsóknir í ár.

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi og til listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2023

Framhaldsskólanám

  • Anna Lára Grétarsdóttir - Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
  • Kristinn Rúnar Þórarinsson – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
  • Róbert Dennis Solomon – Verzlunarskóli Íslands
  • Álfrún Diljá Kristínardóttir – Fjölbrautaskóli Suðurlands

Listnám

  • Sigrún Perla Gísladóttir – Sjálfbærniarkitektúr við Arkitektarskólann í Árósum
  • Vera Hjördís Matsdóttir – Klassískur söngur við Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag
  • Ásgerður Birna Björnsdóttir – Myndlist við University of Applied Sciences and Art Northwestern Switzerland í Basel
  • Sara Rós Hulda Róbertsdóttir – Tónsmíðar og hornleikur við Listaháskóla Íslands

Grunnám á háskólastigi

  • Steinunn Helga Björgólfsdóttir – Lögfræði við Háskóla Íslands
  • Jón Valur Björnsson – Stærðfræði við Háskóla Íslands
  • Kristín Helga Hákonardóttir – Taugavísindi við Harvard College
  • Óðinn Andrason – Verkfræði við Háskóla Íslands

Framhaldsnám á háskólastigi

  • Óttar Snær Yngvason – Meistaranám í rafmagnsverkfræði við Stanford University
  • Númi Sveinsson Cepero – Doktorsnám í lífvélaverkfræði við University of California
  • Jón Kristinn Einarsson – Doktorsnám í sagnfræði við University of Chicago
  • Áshildur Friðriksdóttir – Meistaranám í verklegri efnisfræði við Stanford University

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur