Fréttir

Sex­tán framúrsk­ar­andi náms­menn hljóta styrk

22. júní 2023

Sextán framúrskarandi námsmenn hlutu námsstyrki Landsbankans við úthlutun úr Samfélagssjóði bankans í gær. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fjórða skipti og nam heildarupphæð námsstyrkjanna átta milljónum króna.

Alls bárust yfir 550 umsóknir í ár.

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi og til listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2023

Framhaldsskólanám

  • Anna Lára Grétarsdóttir - Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
  • Kristinn Rúnar Þórarinsson – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
  • Róbert Dennis Solomon – Verzlunarskóli Íslands
  • Álfrún Diljá Kristínardóttir – Fjölbrautaskóli Suðurlands

Listnám

  • Sigrún Perla Gísladóttir – Sjálfbærniarkitektúr við Arkitektarskólann í Árósum
  • Vera Hjördís Matsdóttir – Klassískur söngur við Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag
  • Ásgerður Birna Björnsdóttir – Myndlist við University of Applied Sciences and Art Northwestern Switzerland í Basel
  • Sara Rós Hulda Róbertsdóttir – Tónsmíðar og hornleikur við Listaháskóla Íslands

Grunnám á háskólastigi

  • Steinunn Helga Björgólfsdóttir – Lögfræði við Háskóla Íslands
  • Jón Valur Björnsson – Stærðfræði við Háskóla Íslands
  • Kristín Helga Hákonardóttir – Taugavísindi við Harvard College
  • Óðinn Andrason – Verkfræði við Háskóla Íslands

Framhaldsnám á háskólastigi

  • Óttar Snær Yngvason – Meistaranám í rafmagnsverkfræði við Stanford University
  • Númi Sveinsson Cepero – Doktorsnám í lífvélaverkfræði við University of California
  • Jón Kristinn Einarsson – Doktorsnám í sagnfræði við University of Chicago
  • Áshildur Friðriksdóttir – Meistaranám í verklegri efnisfræði við Stanford University

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur