Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Sex­tán framúrsk­ar­andi náms­menn hljóta styrk

22. júní 2023

Sextán framúrskarandi námsmenn hlutu námsstyrki Landsbankans við úthlutun úr Samfélagssjóði bankans í gær. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fjórða skipti og nam heildarupphæð námsstyrkjanna átta milljónum króna.

Alls bárust yfir 550 umsóknir í ár.

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi og til listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2023

Framhaldsskólanám

  • Anna Lára Grétarsdóttir - Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
  • Kristinn Rúnar Þórarinsson – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
  • Róbert Dennis Solomon – Verzlunarskóli Íslands
  • Álfrún Diljá Kristínardóttir – Fjölbrautaskóli Suðurlands

Listnám

  • Sigrún Perla Gísladóttir – Sjálfbærniarkitektúr við Arkitektarskólann í Árósum
  • Vera Hjördís Matsdóttir – Klassískur söngur við Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag
  • Ásgerður Birna Björnsdóttir – Myndlist við University of Applied Sciences and Art Northwestern Switzerland í Basel
  • Sara Rós Hulda Róbertsdóttir – Tónsmíðar og hornleikur við Listaháskóla Íslands

Grunnám á háskólastigi

  • Steinunn Helga Björgólfsdóttir – Lögfræði við Háskóla Íslands
  • Jón Valur Björnsson – Stærðfræði við Háskóla Íslands
  • Kristín Helga Hákonardóttir – Taugavísindi við Harvard College
  • Óðinn Andrason – Verkfræði við Háskóla Íslands

Framhaldsnám á háskólastigi

  • Óttar Snær Yngvason – Meistaranám í rafmagnsverkfræði við Stanford University
  • Númi Sveinsson Cepero – Doktorsnám í lífvélaverkfræði við University of California
  • Jón Kristinn Einarsson – Doktorsnám í sagnfræði við University of Chicago
  • Áshildur Friðriksdóttir – Meistaranám í verklegri efnisfræði við Stanford University

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.