Sextán framúrskarandi námsmenn hljóta styrk
Sextán framúrskarandi námsmenn hlutu námsstyrki Landsbankans við úthlutun úr Samfélagssjóði bankans í gær. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fjórða skipti og nam heildarupphæð námsstyrkjanna átta milljónum króna.
Alls bárust yfir 550 umsóknir í ár.
Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanema, háskólanema, háskólanema í framhaldsnámi og til listnema.
Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2023
Framhaldsskólanám
- Anna Lára Grétarsdóttir - Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
- Kristinn Rúnar Þórarinsson – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
- Róbert Dennis Solomon – Verzlunarskóli Íslands
- Álfrún Diljá Kristínardóttir – Fjölbrautaskóli Suðurlands
Listnám
- Sigrún Perla Gísladóttir – Sjálfbærniarkitektúr við Arkitektarskólann í Árósum
- Vera Hjördís Matsdóttir – Klassískur söngur við Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag
- Ásgerður Birna Björnsdóttir – Myndlist við University of Applied Sciences and Art Northwestern Switzerland í Basel
- Sara Rós Hulda Róbertsdóttir – Tónsmíðar og hornleikur við Listaháskóla Íslands
Grunnám á háskólastigi
- Steinunn Helga Björgólfsdóttir – Lögfræði við Háskóla Íslands
- Jón Valur Björnsson – Stærðfræði við Háskóla Íslands
- Kristín Helga Hákonardóttir – Taugavísindi við Harvard College
- Óðinn Andrason – Verkfræði við Háskóla Íslands
Framhaldsnám á háskólastigi
- Óttar Snær Yngvason – Meistaranám í rafmagnsverkfræði við Stanford University
- Númi Sveinsson Cepero – Doktorsnám í lífvélaverkfræði við University of California
- Jón Kristinn Einarsson – Doktorsnám í sagnfræði við University of Chicago
- Áshildur Friðriksdóttir – Meistaranám í verklegri efnisfræði við Stanford University
Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.