Fréttir

Styttri bindi­tími og betri ávöxt­un á verð­tryggð­um sparn­aði

Fjölskylda í sumarbústað
1. júní 2023

Landsbók er verðtryggður reikningur sem hentar vel þeim sem vilja að sparnaður haldi sem best verðgildi sínu.

Nú bjóðum við styttri binditíma á innstæðum á nýrri verðtryggðri Landsbók, eða 11 mánuði í stað þriggja ára, og greiðum út af reikningnum 31 degi eftir að viðskiptavinur pantar úttekt. Að 11 mánaða binditíma loknum er innistæða alltaf laus til útborgunar með 31 dags fyrirvara.

Verðbólga hefur verið 9,5% sl. 12 mánuði. Með því að hafa sparnað á verðtryggðum reikningi færð þú verðbætur í samræmi við verðbólguna. Til viðbótar við verðtrygginguna ber reikningurinn nú 0,55% vexti og eru það hagstæðari kjör en bjóðast annars staðar á sambærilegum reikningum.

Við styttum um leið biðtímann eftir úttekt af öðrum verðtryggðum sparireikningum, þannig að tími frá pöntun á úttekt til útborgunar sem áður var þrír mánuðir verður nú 31 dagur.

Þessar nýjungar tengjast breytingu á reglum sem taka gildi 1. júní 2023 og felur í sér að innstæður á verðtryggðum sparireikningum þurfa ekki lengur að vera bundnar að lágmarki í þrjú ár.

Landsbók er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Það er einfalt mál að stofna Landsbók í appinu og netbankanum.

Nánar um Landsbók

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur