Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um

25. maí 2023 - Landsbankinn

Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.

Með útgáfunni eru uppfærð ýmis ákvæði skilmálanna í ljósi breyttra laga og reglna auk þess sem orðalag er skýrt, m.a. varðandi vinnslu persónuupplýsinga, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, heimildir lögráðamanns, umboð, öryggisráðstafanir, greiðslureikninga og greiðslukort. Þá er uppfærslunni ætlað að veita viðskiptavinum nánari fræðslu um þau atriði sem þar er fjallað um.

Nýju skilmálarnir gilda frá og með 1. júní 2023 gagnvart nýjum viðskiptavinum, þ.e. þeim viðskiptavinum sem staðfesta skilmálana frá og með þeim degi. Gagnvart núverandi viðskiptavinum gilda eldri skilmálar til 31. júlí 2023 en nýju skilmálarnir frá og með 1. ágúst 2023.

Skilmálarnir eru aðgengilegir á afgreiðslustöðum bankans og á vef bankans:

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Helstu efnisbreytingar á almennum viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

  1. Heimilisfang bankans er uppfært (grein 1.3).
  2. Vinnsla persónuupplýsinga er skýrð og aukin fræðsla veitt þar að lútandi (grein 2.1). Samhliða útgáfu uppfærðra skilmála er persónuverndarstefna bankans uppfærð.
  3. Kveðið er nánar á um framkvæmd áreiðanleikakönnunar að því er varðar húsfélög (grein 2.3).
  4. Tekið er fram að lögráðamanni er heimilt að fá upplýsingar um viðskipti ófjárráða viðskiptavinar (grein 2.6).
  5. Ákvæði um umboð er uppfært að því er varðar breytingar, afturköllun og niðurfellingu umboðs (grein 2.7).
  6. Tekið er fram að viðskiptavinum beri að kynna sér leiðbeiningar og tilmæli bankans um öryggisráðstafanir og fylgja þeim (grein 2.9).
  7. Tekið er fram að ef viðskiptavinur fær sent einskiptis auðkenningarnúmer/-kóða til samþykktar á framkvæmd greiðslu skal hann ekki heimila greiðsluna með númerinu/kóðanum nema hafa sannreynt að um rétta fjárhæð, réttan gjaldmiðil og réttan viðtakanda sé að ræða (grein 3.1, 2. mgr. og grein 5.4, 1. mgr.).
  8. Afmörkun greiðslureikninga gagnvart sparireikningum og öðrum reikningum er skýrð (grein 4.1, 1. mgr.).
  9. Orðalag um verðtryggingu og bindingu innstæðu er uppfært í ljósi nýrra reglna Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár (grein 4.1, 3. mgr. og grein 4.6, 2. mgr.).
  10. Bætt er við ákvæði um boðskiptaleið fyrir framlagningu gjaldayfirlits skv. lögum um greiðslureikninga (grein 4.4).
  11. Sett er inn ákvæði um boðgreiðslur (grein 5.3, 3. mgr.).
  12. Skýrðar eru afleiðingar uppsagnar eða lokunar á korti m.t.t. greiðsludreifingar og eftirstöðva á kortareikningi (grein 5.6, 2. mgr.).
  13. Upplýsingar eru skýrðar um tilkynningu til bankans um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu og hvaða skilyrði eru fyrir bótaábyrgð vegna slíkrar greiðslu (grein 6, 1. mgr.).
  14. Kveðið er á um að uppsögn samnings um greiðslureikning skv. lögum um greiðslureikninga fari eftir ákvæðum þeirra laga (grein 7, 1. mgr.).
  15. Upplýsingar um úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki eru uppfærðar, m.a. um nýtt heimilisfang og vefsetur nefndarinnar (grein 7, 3. mgr.).

Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu mynda rammasamning um greiðsluþjónustu milli viðskiptavinar og bankans í skilningi laga um greiðsluþjónustu. Núverandi viðskiptavinur hefur rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 1. ágúst 2023 ef hann vill ekki samþykkja breytingarnar. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 1. ágúst 2023.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur