Fréttir

Fjár­mál og frami ungs fólks

Gluggar
17. maí 2023 - Landsbankinn

Landsbankinn býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði upp á fræðsluerindi í nýju húsnæði bankans við Reykjastræti, þriðjudaginn 23. maí 2023.

Hvaða sparnaðarleiðir eru í boði? Við hverju má búast í laun í fyrstu vinnunni eftir nám? Hver er skuldastaða ungs fólks á Íslandi? Þetta, og margt fleira, verður til umfjöllunar á fundinum þar sem sérfræðingar bankans og sérfræðingur í atvinnulífinu leiða saman hesta sína. 

Húsið opnar klukkan 17 og erindi hefjast klukkan 17.30. Léttar veitingar og léttar veigar verða í boði.

Dagskrá

Hver er staðan og hvað segja gögnin okkur?

Guðrún Heiða Bjarnadóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Landsbankanum, fer yfir fjárhagsstöðu ungs fólks.

Við hverju má ég búast?

Hvar er eftirspurn í atvinnulífinu? Hvar ekki? Og við hverju má ég búast í laun?

Sverrir Briem, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi, fer yfir stöðuna á vinnumarkaði.

Hvernig byrja ég?

Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans, fer yfir heilræði þegar kemur að sparnaði, lántöku og yfirsýn yfir fjármálin.

Við hvetjum þátttakendur til að spyrja spurninga að erindum loknum og að vera með í umræðunni. 

Hlökkum til að sjá þig!

Facebook - Fjármálamót Landsbankans

Skráning

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. maí 2023

Takk fyrir komuna á Fjármálamót!

Við þökkum þátttakendum í Fjármálamóti: Fjármál og frami, sem fram fór á þriðjudaginn, fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður um stöðu ungs fólks á atvinnumarkaði.
New temp image
25. maí 2023

Ný útgáfa af almennum viðskiptaskilmálum

Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.
HönnunarMars
9. maí 2023

Frábær HönnunarMars að baki

Fjöldi fólks lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans við Reykjastræti í liðinni viku til að sækja þrjá viðburði bankans í samstarfi við HönnunarMars.
5. maí 2023

Landsbankinn er áfram fremstur í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 8,5 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi hættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
Fólk í sumarbústað
3. maí 2023

Einfalt að stilla sameiginlega sýn á fjármálin í appinu

Nú getur þú notað Landsbankaappið til að velja hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildir niður með einföldum hætti.
New temp image
27. apríl 2023

Godziny otwarcia w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie

Godziny otwarcia oddziałów Landsbankinn w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie, która będzie obowiązywać od 1 maja do 30 września br.
New temp image
27. apríl 2023

Afgreiðslutími á Kópaskeri og Raufarhöfn breytist í sumar

Afgreiðslutími Landsbankans á Kópaskeri og Raufarhöfn mun breytast í sumar og gilda breytingarnar frá 1. maí til 30. september.
27. apríl 2023

Hönnunarmars í Landsbankanum – viðburðir og heimsóknir til hönnuða

Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
New temp image
26. apríl 2023

Kortareikningar nú gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor

Við vekjum athygli á því að þar sem kortafyrirtækin Valitor og Rapyd Europe hafa sameinast verða reikningar vegna notkunar á VISA-kreditkortum framvegis gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor. 
Landslag
24. apríl 2023

Hagspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning

Í nýrri hagspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir 3,2% hagvexti á árinu 2023 sem er töluvert bjartsýnna en spá deildarinnar frá því í haust. Ein helsta ástæðan fyrir bjartsýnni spá er að horfur í ferðaþjónustu eru betri en áður.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur